Hótel Rangá

Vinningur: Brons gjafabréf

Gjafabréf fyrir þá sem gera miklar kröfur um þægindi og munað, sem vilja láta koma sér verulega á óvart og eiga ógleymanlegar stundir.

Gisting fyrir tvo í eina nótt í Standard herbergi.

Innifalið er morgunverðarhlaðborð og okkar margrómaði þriggja rétta árstíðarbundinn sælkerakvöldverður.

Verði ykkur að góðu!

Í tuttugu ár hefur Hótel Rangá verið í fremstu röð hótela og veitingastaða á Íslandi.

Áhersla okkar hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu.

Við bjóðum allt frá þægilegum standard herbergjum upp í stórar og rúmgóðar heimsálfusvítur, en öll herbergi eru innréttuð með það í huga að gestir njóti vellíðunar, þæginda og munaðar með einstökum hætti.

Við leggjum áherslu á að Hótel Rangá sé staðurinn þar sem lúxus er örugglega til staðar fyrir þá sem leita hans.

Veitingastaðurinn er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og persónulega þjónustu.

Við veljum besta hráefni á hverjum árstíma frá ræktendum og framleiðendum í héraði og leggjum okkur öll fram við að gera dvölina á Hótel Rangá einstaka og ógleymanlega.

Verið velkomin á hvaða árstíma sem er.

Við erum til þjónustu reiðubúin.

https://hotelranga.is