Englendingavík

Vinningur: Þriggja rétta kvöldverður og gisting fyrir tvo

Englendingavík er undurfagur veitingastaður við kaupfélagsfjöruna í Borgarnesi þar sem einnig eru nokkur gistiherbergi í boði.

Á veitingastaðnum er lögð áhersla á íslenskt hráefni og er aðaláherslan á fiskrétti en einnig eru í boði lamb- og grænmetisréttir ásamt ljúffengum eftirréttum.

Einnig tökum við á móti gestum í smárétti, vöfflur með kaffi og aðra smárétti alla daga.

Í sumar munum við hafa matarvagn við fjöruna sem mun bjóða upp á fish and chips, hamborgara og annan gómsætan mat.

Á gistiheimilinu eru í boði fjölskylduherbergi fyrir fjóra, tveggja manna herbergi í Sjávarborginni, þrjú herbergi með sér baði og eitt fjölskylduherbergi með setustofu.

https://englendingavik.is/


Opnunartími á veitingahúsinu er breytilegur yfir vetrartímann og hægt er að sjá opnunartímann á .

Frá 1. Júní verður veitingastaðurinn opinn alla daga frá 12 til 21.