AB Varahlutir

Vinningur: Allt sem þú þarft til að undirbúa bílinn fyrir ferðalög sumarsins. Pakki sem gerir bílinn hreinan, tryggir öruggt útsýni og öryggi farþega. Ferðumst saman í sumar!

Fyrirtækið AB-varahlutir var stofnað árið 1996 og sérhæfum við okkur í sölu bifreiðavarahluta þar sem áhersla er lögð á að bjóða breitt vöruúrval.

Fyrirtækið var í upphafi staðsett að Bíldshöfða 18 en í lok 2011 fluttum við okkur um set að Funahöfða 9. AB-varahlutir þjónusta hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og hafa það að markmiði að vera "ÞINN HAGUR Í BÍLAVARAHLUTUM"“.

Fyrirtækið hefur ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og hefur byggt upp traustan hóp viðskiptavina.