Laugarvatn Adventure

Vinningur: Laugarvatn adventure gefur ævintýralega standbrettaferð fyrir 4 á Laugarvatni.

Hvernig væri að skella sér í standbrettaferð á Laugarvatni í sumar?

Standbretti (standup paddle boards) eru að tröllríða heiminum sem frábær afþreying á vatni sem hentar öllum.

Auðvelt er að aðlaga ferðina að getu hvers og eins. Hægt er að hafa túrinn rólegann og slaka á á brettinu og njóta þess að vera til í unaðslegu umhverfi Laugarvatns. Ef þú hins vegar villt fjör og læti er lítið mál að verða við því. Áður en ferðin hefst förum við í þurrgalla, skó og hanska þannig að enginn þarf að hafa áhyggjur af því að detta í vatnið. Þegar allir eru klárir skellum við okkur í vatnið og leikum okkur. Allt í allt tekur þetta um 1,5 klst.