Magnað landslag og stórfenglegt útsýni
Kajakferð í Mjóafirði fyrir alla fjölskylduna.
Frá Drangsnesi bjóðum við ferð útí Grímsey þar sem eitt stærsta lundavarp landsins er að finna.
Á ferð með okkur færðu einstakt tækifæri til að upplifa hina óspilltu náttúru Ísafjarðardjúps frá sjó. Djúpið býður upp á einstakt umhverfi, frábæra sögu og ríka náttúru þar sem sjávarfugla, hvali og seli er hægt að sjá í sínu náttúrulega umhverfi.
Heimsókn í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi er einstök upplifun fyrir allan aldur.
5 klst dagsferð til yfirgefna þorpsins Hesteyri í friðlandi Hornstranda. Siglt er frá Bolungarvík, siglingin tekur aðeins 50-60 mínútur. Gestir geta skoðað gömul 19. aldar hús og Hvalstöðina auk þess að fá nýbakaðar pönnukökur og kaffi í Læknishúsinu.
Við bjóðum 5 klst ferð yfir til yfirgefna þorpsins Hesteyri í friðlandi Hornstranda. Farið er frá Ísafirði og eftir 1klst siglingu er farið í land, gengið um þorpið með leiðsögn og svo farið í kaffi í Læknishúsinu.
Hornstrandaferðir bjóða uppá berjaferðir seinnpart ágúst og byrjun september. Hornstrandir eru m.a. þekkt fyrir góð berjalönd. Krækiber, bláber og aðalbláber.
Kjötsúpuhátíðin Hesteyri er einstök. Líklega minnsta útihátíð landsins þar sem gestafjöldi er takmarkaður og því þarf að bóka tímanlega. Hátíðin er full af gleði og hamingju í náttúrupardís Hornstranda. Sungið, leikið, kjötsúpa, varðeldur og mikið fjör!
Við bjóðum upp á heilsdags gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar með leiðsögn. Létt ganga sem er í kringum 14km og 400m hækkun.
6 tíma bíóferð til Hesteyrar Ég Man Þig - Eftir Yrsu Sigurðardóttur
Við bjóðum upp á heilsdags gönguferð frá Hesteyri til Aðalvíkur með leiðsögn. Létt ganga sem er í kringum 14km og 400m hækkun.
Dagsferði í Hornvík með leiðsögn. Við bjóðum þessa ferð einu sinni í viku í júlí og ágúst. Ómissandi fyrir ljósmyndara.
Ferry boat ride with Sjóferðir from Hesteyri in the Hornstrandir Nature Reserve
Bátsferð frá Bolungarvík til Veiðileysufjarðar
Bátsferð frá Veiðileysufirði til Bolungarvíkur
Raða eftir