Kynningarflug á tvímenningsvæng með flugkennara er einstök upplifun! Flugtakið er af flatlendi með togbúnaði svo þú þarft ekki að hoppa fram af neinu. Úr skýjahæð njótum við svo útsýnis til allra átta og yfir hraunið undir dinglandi fótum okkar.
20%-40% af ISK 35000
Flogið er frá Reykjavík austur yfir Nesjavelli og síðan lent á afskekktu hverasvæði í austanverðum Hengli en all nokkrar tökur á Game of Thrones fóru einmitt fram á því svæði.
25% af ISK 47000
You sit, feet dangling, before a 360 square meter spherical screen while our film whisks you away on an exhilarating journey across Iceland.
Í þessari ferð könnum við kyngimagnað umhverfi Skaftafells, skoðum nokkra af stærstu jöklum á Íslandi, svarta sanda Skeiðarársands og eitt virkasta eldfjall Íslands.
Tökumst á flug og svífum yfir stórbrotna skriðjökla Vatnajökuls og grænar hlíðar sveitarinnar milli sanda.
Lakagígar eru hluti að Vatnajökulsþjóðgarði sem árið 2019 var samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO á grundvelli einstakrar náttúru. Í þessari ferð gefst farþegum okkar einstakt tækifæri til þess að sjá hluta af þessari einstöku náttúru frá nýju sjónarhorni. Sjón er sögu ríkari!
Fljúgðu með okkar yfir stórbrotið landslag sem fjöldinn allur af eldgosum hefur átt þátt í að móta í áranna ráð. Við fljúgum meðal annars yfir Lanmannalaugar, Lakagíga og Eldgjá þar sem sjá má fjölbreytta litadýrð innan um hrjóstrug hraun og há fjöll.
Raða eftir