Ferdalandid er samstarfsvefur milli Getlocal ehf og Off To ehf, sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og framleiðslu myndefnis. 

Um Getlocal

Síðastliðin ár hefur Getlocal verið að þróa vefsölukerfi sem í dag eru nýtt af ferðaþjónustufyrirtækjum í yfir 15 löndum og tengist beint við birgðakerfi (eins og Bókun). Hugbúnaður er tilbúinn til notkunar og teljum við okkur í þeirri stöðu að geta sett upp svona vef á skömmum tíma með litlum tilkostnaði.

Meðal viðskiptavina Getlocal er mörg af stærri ferðaþjónustufyrirtækjum landsins sem og erlendis en fyrirtæki í yfir 15 löndum nota tækni Getlocal til að selja ferðir og afþreyingu á netinu.

Nánari upplýsingar um þjónustu Getlocal má finna á getlocl.com

Um Off To ehf.

Off To ehf hefur unnið með leiðandi fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi við markaðssetningu og framleiðslu myndefnis. Félagið starfrækir vefinn Off To Iceland sem er sölu og kynningarvefur fyrir Ísland ásamt því að sjá eiga og reka eina af stærri Facebook síðum í ferðaþjónustu á Íslandi og tengda samfélagsmiðla undir nafninu Off To Iceland.