• Tímalengd: 1,5 Klst
  • Miðlungs
  • Rafrænn miði

  • Hittumst á brottfararstað
  • Bókar beint frá birgja
  • Vingjarnlegar afbókunarreglur
  • Engin söluþóknun
  • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 25747

Lýsing

Zipplínu ævintýri í Vík er tilvalið fyrir alla þá sem elska smá spennu en vilja ögra sér smá, á öruggan hátt, í leiðinni. Ævintýrið er sambland af gönguferð um hið hrífandi Grafargil í Vík og fjórum zipplínum sem spanna allt frá 40 - 240 metra lengd.  Á þeim er svifið yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan.

Ferðaáætlun

Zipplínu ferðin

Ævintýraleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ferðin tekur alls um 2 klukkustundir, innifalið eru gönguferðir með leiðsögn um Grafargil og fjórar zipplínur, 40 - 240 metrar. Ferðin byrjar og endar við Norður-Vík, farfuglaheimili í Vík. Brottfarir alla daga, allt árið.

Zipplínurnar okkar eru staðsettar í hinu fagra Grafargili sem er rétt norðan við þorpið Vík í Mýrdal. Það er umkringt holtum og hæðum og rennur Víkuráin eftir því miðju. Akvegur liggur ekki að gilinu svo við hittumst að Víkurbraut 5 og græjum okkur í allan öryggisbúnað og förum yfir öryggisreglur áður en við hoppum uppí bíl og ökum að upphafstað göngunnar.

Ökuferðin tekur u.þ.b. 3 mínútur og við taka aðrar 5 mínútur í göngu þar til við erum komnar að fyrstu zipplínu ferðarinnar sem við höfum nefnt Litla rússa (Litle Rush). Hér kennum við ykkur að zippa og förum aftur yfir öryggisreglur og svo zippum við yfir gilið, einn og einn í einu. Við pössum líka uppá það að allir séu öruggir og skemmti sér vel svo hægt sé að njóta skemmtunarinnar til hins ýtrasta. Önnur línan okkar, Baldur blíði (The Gentle Giant) er svo bara rétt handan við hornið þar sem sú fyrsta endar, hún er af mörgum talin sú fegursta á leiðinni og er jafnframt sú lengsta, 240 metrar.

Við tekur svo u.þ.b. 10 mínútna göngutúr um tilkomumikið Grafargil, göngum niður að ánni og í gegnum þrönga hellisskúta þar til við komum að næsta ævintýri, trúarstökkinu (Leap of Faith). Eins og nafnið gefur í skyn er farið yfir þessa línu á örlítið annan máta en hinar. Að lokum komum við svo að stóra rússa (Big Rush) sem liggur yfir hinn glæsilega Hundafoss og þá er komið að heimför, það er alltaf í boði að ganga síðasta spölinn eftir gamla þjóveginum heim að bækistöðinni okkar..

Hvað er innifalið

  • Öryggisbelti og annar öryggisbúnaður
  • Öryggishjálmur

Hvað er ekki innifalið

Gönguskór.

Hvað þarf að taka með

Gönguskór eða aðrir vatnsheldir, lokaðir skór með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og hál.

Klæðnaður fer eftir veðri, gott er að vera í hlýju og vindheldu. 

  • Hanskar (valkvætt)
  • Húfa eða buff undir hjálminn (valkvætt)

Mikilvægar upplýsingar

Upplifunin í heild tekur um 2 klst. Það er með undirbúningi, akstri upp að upphafsstað göngunnar, ferðinni sjálfri, öryggisleiðbeiningum o.s.frv. 

Lágmark er að barn hafi náð 8 ára aldri eða vera orðið 30kg.

Klæðist skv. veðri þann dag sem ferðin er á dagskrá, við mælum með hlýjum og vindheldum fatnaði, regnheldum ef úti er blautt.

Klæðist gönguskóm.

Afbókunarstefna

  • Cancellation fee of 100% if cancelled 12 Klst or less before departure
  • Cancellation fee of 50% if cancelled 2.9583333333333 Dagar or less before departure

Flokkar

  • ATV OR QUAD TOUR
  • ADVENTURE
  • AMUSEMENT PARK
  • ADRENALINE AND EXTREME
  • CULTURAL AND THEME TOURS
  • HIKING
  • OBSTACLE COURSES
  • RAFTING
  • SELF DRIVE TOUR
  • THEME PARKS
  • WALKING TOUR

Tungumál leiðsögumanns

  • English
  • Íslenska
ISK 14900 ISK 9900

1,5 Klst

Geggjað fjör

Bókaðu beint hjá
Zipline Iceland

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

  • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
  • Rafræn og örugg bókun
  • Besta mögulega verðið
  • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir