• Tímalengd: 1,5 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 384328

Lýsing

Heitar laugar í Urriðavatni

 

Vök Baths við Urriðvatn er nýr áfangastaður á Austurlandi, rétt norð-vestan við Egilsstaði.  Heita vatnið hjá Vök kemur úr uppsprettum djúpt undir Urriðavatni. Fyrir löngu síðan tóku heimamenn eftir því að á vetrum mynduðust alltaf vakir á sömu stöðum á annars ísi lögðu vatninu. Þaðan er nafnið Vök dregið. Í dag sjá þessar uppsprettur öllu nærumhverfinu fyrir heitu vatni.

Heita vatnið úr uppsprettunum er svo hreint að það má drekka. Það er eina heita jarðvatnið á Íslandi sem er vottað drykkjarhæft en veitingastaðurinn okkar mun einmitt bjóða uppá te, súpur, heitan mat og kökur úrheita vatninu okkar og lífrænu hráefni frá framleiðendum á svæðinu. Í Vök Baths munu gestir okkar einnig finna gufubað og köld vatnsgöng.  Hugmyndafræðin hjá Vök Baths er að heiðra og virða hreina vatnið í Urriðavatni, náttúruna umhverfis vatnið og aldagamlar baðhefðir Íslendinga.

 Fyrir ítarlegri upplýsingar, sendið okkur tölvupóst á hello@vok-baths.is

Hvað er innifalið

Standard verð innifelur aðgang að Vök Baths og jurtadrykk (tisane) á Infusion bar.

Comfort verð innifelur aðgang að Vök Baths, jurtadrykk (tisane) á Infusion bar og drykk á laugarbar.

Premium verð innifelur aðgang að Vök Baths, jurtadrykk (tisane) á Infusion bar, drykk á laugarbar og smáréttaplatta eða súpu á veitingastað.

Hvað þarf að taka með

Sundföt og handklæði.  Það er einnig möguleiki að leigja handklæði og sundföt í móttökunni.

Flokkar

 • SPA AND WELLNESS
 • CULINARY
 • NATURE
ISK 5000 ISK 3750

1,5 Klst

Meiri slökun!

Bókaðu beint hjá
Vök Baths

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir