• Tímalengd: 1 Klst
 • Miðlungs
 • Rafrænn miði

 • Meet on location or Pick up
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 385055

Lýsing

Komdu í algjöra útivistarparadís!

Hallormsstaðaskógur á sér ríka sögu og er stærsti skógur Íslands. Upplifðu skóginn í nýju ljósi á fjórhjóli sem gefur þér kost á því að skoða þetta frábæra svæði á annan hátt en flestir fá tækifæri á. 

Þessi 1 klukkutímaferð fer með þig um skóginn þar sem við stoppum á nokkrum vel völdum stöðum og leiðsögumaður segir þér frá sögu Hallormsstaðar.

Fjórhjól geta ferðast hratt í grófu landslagi sem gefur þér kost á því að fá njóta stórbrotins útsýnis sem fæstir ferðamenn gefast kostur til að sjá. 

Allar ferðir eru undir leiðsögn leiðsögumanns og eiga sér stað hvort sem sólin skín í heiði eða rigningin dunir á okkur.
Hlökkum til að taka á móti þér í skóginum!

Ferðaáætlun

Dagskrá

Frábært! þú hefur ákveðið að koma í fjórhjólaferð um skóginn.

Frábært! þú hefur ákveðið að koma í fjórhjólaferð um skóginn. 

Við biðjum þá sem eru að koma í ferð með okkur að mæta ekki seinna en 15 mínútum áður en ferðin á að hefjast.

Þegar allir eru komnir byrjum við á því að fara í hlífðarfatnað sem við útvegum. Þú færð galla, hjálm og hanska sem henta þér. 

Því næst förum við yfir örryggisatriði og hvernig á að bera sig á hjólunum. 

Að lokum förum við af stað, við munum stoppa á nokkrum vel völdum stöðum og fara yfir sögu skógarins og hægt er að taka nokkrar myndir af fallega landslaginu sem Hallormsstaður hefur upp á að bjóða. 

Hlökkum til að sjá þig í skóginum. 

Hvað er innifalið

Við græjum þig upp!
Þú færð heilgalla, hjálm og hanska. 

Hvað er ekki innifalið

Það eina sem þú þarft að koma með eru góðir skór sem mega blotna og auðvitað góða skapið

Hvað þarf að taka með

Höfum það í huga að veðrið á Íslandi getur breyst á svipstundu, við biðjum þig vegna þess að koma klædd/ur eftir veðri og með góða skó sem mega blotna og verða skítugir

Mikilvægar upplýsingar

Áður en þú kemur þá er gott að hafa í huga að það tekur um 30 mínútur að keyra frá Egilsstöðum til okkar, endilega vertu komin/n ekki seinna en 15 mínútum áður en ferðinn hefst. Við mælum með að þú skoðir vefinn hjá okkur og smellir á “What to wear”. Við erum staðsett á sama stað og Hótel Hallormsstaður. Ef þú ætlar að nota google maps þá mælum við með því að nota þessa slóð "hér" vegurinn til okkar er ekki sýnilegur á á Google maps en þú beygir upp við Orku stöðina í skóginum. Ef þú villist þá ekki hika við að hringja í okkur. 

Flokkar

 • ATV OR QUAD TOUR
 • SIGHTSEEING

Tungumál leiðsögumanns

 • English
 • Íslenska
ISK 17000 ISK 12750

1 Klst

Útivistarparadís

Bókaðu beint hjá
East Highlanders

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir