Rafrænn miði
Ferð þar sem þú færð að sjá ALLT
Tveggja tíma Ribsafari ferð við Vestmannaeyjar þar sem við förum út í úteyjar og jafnvel alveg út í Súlnasker sem er ein magnaðasta eyjan á Íslandi.
Við byrjum á að fara í smáeyjarnar sem eru eyjarnar hvað næst landi, stoppum á eintaka stöðum á milli og sýnum þér Stafsnesið og magnaða sjávarhella eins og Ægisdyr og Kafhellir þar sem bara Ribsafari bátar komast inn. Síðan förum við lengra út og kíkjum á úteyjarnar okkar þar sem Eyjapeyjar hafa verið með veiðikofa í fjölda ára. Við siglum svo jafnvel alveg út í Súlnasker sem er algjör súluparadís og við getum siglt í gegnum eyjuna.
Þetta er ævintýraleg ferð þar sem þú færð að upplifa einstaka náttúru í kringum Vestmannaeyjar og færð að fræðast um náttúru okkar og sögur inn á milli þegar við stoppum og leiðsögumaður segir þér frá umhverfinu í kring. Við munum sjá lunda og alls kyns fugla, jafnvel seli og hvali ef við erum heppin.
Í þessari ferð nýturðu náttúru Íslands á sjó og færð að njóta þess að láta vindinn blása í hárinu með við spíttumst á milli staðanna.
Njóttu þess að sjá „ALLT“ - tveggja tíma sigling á RIB spíttbát um Vestmannaeyjar
Ferð þar sem þú færð að sjá ALLT
Tveggja tíma Ribsafari ferð við Vestmannaeyjar þar sem við förum út í úteyjar og jafnvel alveg út í Súlnasker sem er ein magnaðasta eyjan á Íslandi.
Við byrjum á að fara í smáeyjarnar sem eru eyjarnar hvað næst landi, stoppum á eintaka stöðum á milli og sýnum þér Stafsnesið og magnaða sjávarhella eins og Ægisdyr og Kafhellir þar sem bara Ribsafari bátar komast inn. Síðan förum við lengra út og kíkjum á úteyjarnar okkar þar sem Eyjapeyjar hafa verið með veiðikofa í fjölda ára. Við siglum svo jafnvel alveg út í Súlnasker sem er algjör súluparadís og við getum siglt í gegnum eyjuna.
Þetta er ævintýraleg ferð þar sem þú færð að upplifa einstaka náttúru í kringum Vestmannaeyjar og færð að fræðast um náttúru okkar og sögur inn á milli þegar við stoppum og leiðsögumaður segir þér frá umhverfinu í kring. Við munum sjá lunda og alls kyns fugla, jafnvel seli og hvali ef við erum heppin.
Í þessari ferð nýturðu náttúru Íslands á sjó og færð að njóta þess að láta vindinn blása í hárinu með við spíttumst á milli staðanna.
Allir farþegar fá hlýjan flotgalla og björgunarvesti sem þeir eru í á meðan á ferð stendur. Við eigum búnað fyrir börn frá 6 ára aldri.
Njóttu þess að taka með þér símann, myndavélina og að sjálfsögðu brosið.
Það er gott að vera með vettlinga og húfu.
Við siglum ekki með barnshafandi konur eða fólk sem er mjög bakveikt.
2 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.