Rafrænn miði
Fullt verð með GoPro video 40.000,-
Við minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki – og við tökum á móti Ferðagjöfinni!
SUMARTILBOÐ:
40% hópafsláttur fyrir 6 og fleiri = 24.000,- á mann
+ samsett video úr flugi allra í hópnum FRÍTT með!
Það er ævintýri líkast að svífa á svifvæng yfir mosavaxnar hraunbreiður og gíga Bláfjallasvæðins! Þar náum við allt að 900 metra lofthæð með útsýni til allra átta. Landslagið beinlínis lifnar við þar sem þú sérð hvernig hraunið hefur runnið og mótast undir dinglandi fótum þínum. Við höfum svo útsýni til Vestmannaeyja og Snæfellsness, yfir höfuðborgina og Reykjanesið, inn á hálendi og jökla og snertum svo skýjin þegar við svífum aftur til jarðar!
Við tökum af stað af flatlendi einsog hver önnur flugvél og notum til þess bíl með öryggisvottaðan togbúnað. Flugkennarinn hefur vænginn á loft, togstjórinn keyrir togvinduna af stað og spilar út línunni með stillanlegri togþyngd. Flugtakið er mjúkt og þægilegt, þú hefst á loft og hækkar flugið hratt og örugglega undir stjórn flugkennarans sem stýrir öllu úr baksætinu. Þú þarft ekki að gera annað en taka nokkur skref þar til þú gengur á loftinu. Þegar allt að 900 metra hæð er náð, örfáum mínútum síðar, sleppir flugkennarinn toglínunni og frjálst flug tekur við sem getur verið rólegt eða hasar eftir því hvað þú vilt. Þú getur fengið að prófa að stýra vængnum og kynnist grunnatriðum og aðdráttarafli svifvængjaflugs. Lendingin er svo mjúk og áreynslulaus á sama stað og við fórum í loftið.
Þegar þú beygir inn á Bláfjallaveginn af Suðurlandsveginum sérðu strax fyrsta bílastæðið við gatnamótin. Haltu áfram, framhjá afleggjaranum að Sandskeiði, þar til þú fljótlega sérð næsta bílastæði, við hittum þig þar.
Ef þú sérð okkur ekki strax skaltu líta upp. Við erum þá líklega að klára flugið á undan þér :-)
Fyrir flugtak förum við yfir grundvallaratriði svifvængjaflugs og öryggisatriði með þér. Við tryggjum þig í öryggisbúnað og festum við flugkennarann sem framkvæmir öryggisathuganir á búnaði og veðri.
Heildartími með undirbúningi er yfirleitt um klukkustund. Flugtíminn sjálfur fer að einhverju leyti eftir veðri og aðstæðum en er yfirleitt um 10-15 mínútur.
Einka svifvængjaflugkennari
Allur öryggisbúnaður
Undirbúningur og fræðsla fyrir flugtak
Kynning á grundvallaratriðum svifvængjaflugs
Leiðsögn á stýribúnað ef veður leyfir og vilji er til
Mættu í þægilegum útivistarfatnaði.
Það er örlítið kalt í 900 metra hæð svo hafðu með þér góðan jakka og vettlinga.
Hafðu líka helst með þér létta húfu eða buff undir hjálminn.
Flugsvæðið okkar er á Bláfjallasvæðinu við Sandskeið, í ca. 20 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Heildartími með undirbúningi er yfirleitt um klukkustund. Flugtíminn sjálfur fer að einhverju leyti eftir veðri og aðstæðum en er yfirleitt um 10-15 mínútur.
Þyngdartakmörk eru 20 - 120 kg.
Svifvængjaflug er veðurháðasta flugsport sem til er og fylgjumst við alltaf vel með spám og veðurmælingum. Við látum þig vita ef eitthvað breytist vegna veðurs og við teljum öruggara að færa tímann til.
Við tökum á móti þér á bílastæði tvö á Bláfjallaveginum. Þegar þú beygir inn á Bláfjallaveginn af Suðurlandsveginum sérðu strax fyrsta bílastæðið við gatnamótin. Haltu áfram, framhjá afleggjaranum að Sandskeiði, þar til þú fljótlega sérð næsta bílastæði, við hittum þig þar. Ef þú sérð okkur ekki strax skaltu líta upp, við erum þá líklega að klára flugið á undan þér :-)
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.