Rafrænn miði
Svifvængjaflug í Tandem er kennsluflug sem krefst engrar fyrrum kunnáttu á svifæng frá nemendanum, kennari er við stjórnvölin í öllu fluginu og miðlar sinni þekkingu til nemandans. Upplifunin að fljúga frjáls eins og fuglinn í fyrsta sinn í engu nema uppstreymi vindanna er algjörlega einstök. Flogið er í Vík eða nágrenni.
Við hittumst í hjarta Víkur, Víkurbraut 5 og leggjum í hann þaðan. Fyrst metum við veðrið og skilyrði til flugs og ef allt lítur vel út ökum við upp að flugtaksstað. Þar förum við yfir veður og aðstæður aftur og ef allt snýr okkur í hag breiðum við út vænginn og förum með þig í flug á tvímennings svifvæng með kennara. Flugið sjálft tekur ca. 10 - 20 mínútur, sem veltur mest á vindum og uppstreymi dagsins. Eftir lendingu ökum við aftur til baka þar sem leiðir skiljast.
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.