• Tímalengd: 1 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 9538

Lýsing

Svifvængjaflug í Tandem er kennsluflug sem krefst engrar fyrrum kunnáttu á svifæng frá nemendanum, kennari er við stjórnvölin í öllu fluginu og miðlar sinni þekkingu til nemandans. Upplifunin að fljúga frjáls eins og fuglinn í fyrsta sinn í engu nema uppstreymi vindanna er algjörlega einstök. Flogið er í Vík eða nágrenni. 

Ferðaáætlun

Tandem svifvængjaflug

Við hittumst í hjarta Víkur, Víkurbraut 5 og leggjum í hann þaðan. Fyrst metum við veðrið og skilyrði til flugs og ef allt lítur vel út ökum við upp að flugtaksstað. Þar förum við yfir veður og aðstæður aftur og ef allt snýr okkur í hag breiðum við út vænginn og förum með þig í flug á tvímennings svifvæng með kennara. Flugið sjálft tekur ca. 10 - 20 mínútur, sem veltur mest á vindum og uppstreymi dagsins. Eftir lendingu ökum við aftur til baka þar sem leiðir skiljast.

Hvað er innifalið

 • Allur búnaður til flugs og öryggisbúnaður.
 • Öryggishjálmur.
 • Kennsla frá reyndum svifængjaflugskennara.
 • Bílfar frá því hvar við hittumst og þangað sem við fljúgum og til baka aftur eftir lendingu.

Hvað er ekki innifalið

 • Ferðin byrjar í Vík, við bjóðum ekki uppá far frá Reykjavík.

Hvað þarf að taka með

 • Lokaðir skór með ökklastuðning og grófum sóla, helst gönguskór.
 • Hlýjan fatnað, það er kaldara þarna uppi.
 • Hanskar fyrir kalda fingur.
 • Þunna húfu eða buff undir hjálminn.
 • Bros, smá spenna og jákvæðni.

Mikilvægar upplýsingar

 • Meðal flugtími (í loftinu) er 10-15 mínútur.
 • Gerðu ráð fyrir 1,5 - 2 klst. fyrir alla upplifunina: Bílfarið, öryggisleiðbeiningar og öryggistékk, hagstæð veðurskylirði o.s.fr.
 • Gott er að vera sveigjanlegur daginn sem þú átt bókað flug ef við þyrftum að breyta flugtímanum vegna veðurs.
 • Þyngdartakmörk miðast við 30 - 120 kg. vegna öryggisstaðla á búnaðnum okkar. Það eru engin aldursskilyrði.
 • Ef börn eru að koma í flug ung að aldri miðast þyngdartakmörk við 30kg. og löngun í þetta ævintýri þarf að vera til staðar.
 • Ferðin byrjar og endar í Vík í Mýrdal.

Afbókunarstefna

 • Cancellation fee of 100% if cancelled 12 Klst or less before departure
 • Cancellation fee of 50% if cancelled 2.9583333333333 Dagar or less before departure

Flokkar

 • ADVENTURE
 • PARAGLIDING

Tungumál leiðsögumanns

 • English
ISK 35000 ISK 24900

1 Klst

Taktu flugið!

Bókaðu beint hjá
True Adventure

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini