Rafrænn miði
Við bjóðum upp á snorkeling ferðir daglega í Silfru, allt árið um kring. Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.
Komdu að snorkla með Dive.is. Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda)
Þegar þú kemur á Þingvelli þarftu að leggja bílnum á bílastæði P5. Þú gengur síðan til baka að bílastæðinu á Silfru þar sem leiðsögumaðurinn tekur á móti þér. Hann fer með þér yfir reglurnar og hjálpar þér að klæða þig í búnaðinn.
Við erum með upphitaðan bíl til að skipta um föt, þó mælum við með að koma klædd í föðurland og ullarsokka.
Þegar hópurinn er tilbúinn göngum við að innganginum í Silfru þar sem ferðin hefst. Eftir um 35 mínútna ferð komum við að lóninu þar sem uppstigið er úr Silfru.
Eftir að ferðinni er lokið hitum við okkur upp með heitu kakói og smákökum.
Vinsamlegast mætið með til að klæðast undir þurrgallanum:
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar
vera 12 ára
vera öryggur í vatni og kunna að synda
líkamlega og andlega heilbrigðir
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
geta talað ensku
ekki vera barnshafandi
3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.