Rafrænn miði
Komdu með í kyngimagnað útsýnisflug yfir nánasta umhverfi Skaftafells.
Í þessari fjölbreyttu flugferð gefst einstakt tækifæri á að sjá úr lofti þá stórbrotnu náttúru sem einkennir Skaftafell. Skriðjöklarnir sem falla beggja vegna Skaftafells setja sterkan svip á umhverfið og bjóða upp á einstakt sjónarspil þegar flogið er yfir þá. Yfir þeim gnæfir Öræfajökull, þar sem hæðsti tindur Íslands, Hvannahalshnjúkur, trónir 2110 metra yfir sjávarmáli. Í suðri og vestri er víðáttumikið sandflæmi sem samanstendur af Skaftafellsfjöru og Skeiðarársandi sem myndast hefur í áranna rás vegna jökulvatna og jökulhlaupa. Í seinni tíð má þó sjá mikla aukningu á gróðri sem bætir enn í litadýrðina á svæðinu.
Komdu með og leyfðu okkur að gefa þér nýja sýn á þetta kyngimagnaða landsvæði.
Myndavél
Léttan jakka
Hvort hentar betur, morgunbrottför eða síðdegisbrottför.
Ef þú hefur óskir um ákveðinn brottfaratíma, vinsamlegast skráðu það í athugasemdir í bókunarferlinu. Við munum svo hafa samband innan 24 klukkustunda og staðfesta brottfarartímann.
Vinsamlegast athuga að það er lágmark 3 farþegar fyrir hverja brottför.
15Mínútur
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.