Rafrænn miði
Frábær afþreying fyrir alla aldurshópa - engin þörf á kunnáttu eða fyrri reynslu!
Tímabil: 21 apríl - 15 október
Tímalengd: 3-4 klst.
Brottfarartími: 9:00 og 13:30
Minnst: 2 farþegar
Mest: 14 farþegar
Milli maí og ágúst munum við koma við í Engey / Lundey / Akurey rétt utan Reykjavíkur þar sem við munum skoða fluglalífið, þá aðallega lunda.
Í lok ferðarinnar grillum við hluta af aflanum um borð, ásamt því að bjóða upp á kartöflur og sósu með. Ef nóg veiðist getur þú jafnvel beðið áhöfnina um að flaka það sem eftir er og tekið með þér heim!
Algengustu fiskarnir sem við veiðum í þessari ferð eru þorskur, ýsa, makríll, ufsi og steinbítur. Ýttu hér til að fá frekari upplýsingar um fiskana sem finnast í Faxaflóa.
Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara. Við munum láta þig vita um leið og hægt er ef svo er.
*Þessi ferð er rekin í samstarfi við systurfyrirtæki okkar, Happy Tours*
VINSAMLEGAST HAFIÐ BEINT SAMBAND (SALES@ELDING.IS) FYRIR HÓPABÓKANIR
Algengustu fiskarnir sem við veiðum í þessari ferð eru þorskur, ýsa, makríll, ufsi og steinbítur.
Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem það er yfirleitt svalara úti á sjó en í landi. Hægt er að fá í láni hlífðarföt um borð.
3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.