Rafrænn miði
Prívat Huliðsheimaganga
Í þessarri prívat útgáfu þá leggjum við af stað þegar þér hentar og það er jafnvel hægt að aðlaga gönguna að þínum óskum.
- Gakktu með okkur um huliðsheima Íslands þar sem við heimsækjum álfa, tröll og drauga og síðast en ekki síst fræðumst um íslenska galdra.
- Þú færð að sjá og upplifa fáfarnar slóðir Reykjavíkur í þessum skemmtilega 90 mínútna göngutúr.
- Leiðsögumaðurinn þinn fræðir þig um íslenskar þjóðsögur og sýnir fram á að það er ekki að ástæðulausu sem við erum kölluð söguþjóðin.
Þessi miðbæjarganga er tilvalin fyrir stutta afþreyingu eða hópefli fyrir fyrirtæki,fjölskyldur, saumaklúbba, steggjanir eða gæsanir.
Your Friend In Reykjavik er með yfir 600 fimm stjörnu dóma á síðum eins og Tripadvisor og við kunnum þá list að skemmta og fræða í leiðinni.
Þeir staðir sem við heimsækjum =
- Við hefjum okkar göngu saman við súlurnar á Ingólfstorgi
- Víkurgarður / Fógetagarðurinn
- Grjótaþorpið
- Landakotskirkja
- Hólavallakirkjugarður
- Reykjavíkurtjörn
- Við endum við styttuna af Jóni Sigurðssyni við Austurvöll
Lærður og / eða reynslumikill íslenskur leiðsögumaður
Þetta er 90 mínútna ganga þannig að gott er að vera í góðum skóm og síðan auðvitað klæða sig eftir veðri.
Hjólastólaaðgengi er ágætt en það er brekka í Grjótaþorpinu og síðan er aðgangurinn að Hólavallakirkjugarði þröngur.
Hafa skal í huga að sumar sögurnar geta verið pínu hræðilegar fyrir ung börn en við reynum að aðlaga sögurnar að gestum hverju sinni eins og hægt er.
1,5 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.