• Tímalengd: 1 Klst
 • Mjög auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 8915

Lýsing

Hin fullkomna ævintýraferð í lundaskoðun þar sem brottför er frá gömlu höfninni í Reykjavík! Njóttu þess að horfa á lundana og aðra sjófugla í ró og næði á okkar sérútbúnu RIB bátum.

Tímalengd: 1 klst.
Tímabil: 1 maí - 20 ágúst
Brottfarartímar:
24 apríl - 30 apríl kl: 09:00 & 16:00
1 maí - 31 maí kl: 09:00, 13:00 & 16:00
1 júní - 20 ágúst kl: 9:30, 10:30, 11:30, 12:30, 13:30, 14:30, 15:30, 16:30 & 17:30

(Sumarið 2020 er þessi ferð einungis í boði á einstaka dagsetningum, sjá dagatal)

Lundar og aðrir sjófuglar drottna yfir lofti og sjávarklettum í aðeins nokkurra mínútna siglingarfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Besti tíminn til þess að upplifa fjölbreytt fuglalíf Faxaflóa er um sumar, milli Apríl og Ágúst.

Í þessari ferð siglum við ýmist að Engey, Akurey eða Lundey á RIB bátum sem eru sérstaklega hannaðir til þess að komast nálægt dýralífinu, án þess þó að trufla þeirra náttúrulega hegðun. Þegar tækifæri gefst, slökkvum við jafnan á mótor bátsins til þess að gefa fuglunum (og þér) frið til að njóta kyrrðarinnar. Á meðan ferðinni stendur mun sérþjálfaður leiðsögumaður segja þér áhugaverðar staðreyndir og sögur um lundana og nærliggjandi umhverfi.

Athugið að þessi ferð telst ekki staðfest fyrr en 2 farþegar hafa bókað með amk. 24 klst. fyrirvara. Ef lágmarki verður ekki náð í tæka tíð, bjóðum við þér að endurbóka eða fá fulla endurgreiðslu. Farþegar gætu þurft að skrifa undir pappíra áður en farið er í ferðina, svo vinsamlegast mætið tímanlega.

*Þessi ferð er rekin í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Whale Safari*

Hvað er innifalið

 • Hlýr flotgalli
 • Frábær leiðsögn
 • Nauðsynlegur öryggisbúnaður
 • 1 klst RIB ferð

Hvað þarf að taka með

Klæddu þig vel, það er ávallt kaldara á sjó en í landi! Við mælum með að klæðast góðum skóm, hlýrri peysu og hafa með húfu og vettlinga.


Flokkar

 • DOLPHIN OR WHALEWATCHING

Tungumál leiðsögumanns

 • English
Verð frá 9990

1 Klst

Bókaðu beint hjá
Elding Adventure at Sea

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini