• Tímalengd: 2 Klst
 • Miðlungs
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 10980

Lýsing

Prófaðu þessa stórskemmtilegu háhraða hvala- og lundaskoðunarferð á RIB sem fer frá gömlu höfninni á Ægisgarði í Reykjavík. Aðeins eru 12 farþegar um borð hverju sinni, auk leiðsögumanns og skipstjóra, sem gerir upplifuna ennþá betri og persónulegri!

RIB bátarnir okkar eru sérstaklega útbúnir þannig að við getum komist nær dýralífinu en aðrir bátar og einnig siglt hraðar svo við getum þakið stærra svæði og þar af leiðandi aukið líkur þínar á að sjá hvali og höfrunga á sem skemmstum tíma.

Fyrst siglum við að einni af þremur eyjum (Akurey, Engey, Lundey) rétt fyrir utan Reykjavík, með það að leiðarljósi að sjá lunda (milli 1 maí - 20 ágúst). Því næst siglum við áfram út í flóann í leit að stórhveli og öðru dýralífi sem þar er að finna. Að sjá þessi mögnuðu dýr eins nálægt og við komumst (án þess þó að trufla náttúrulega hegðun) er ógleymanlegt og eitthvað sem allir ættu að fá að upplifa. Á leið okkar í höfn tökum við svo smá hring meðfram Sæbrautinni, framhjá sólfarinu og meðfram Hörpu.

Athugið að þessi ferð þarf að lágmarki 2 farþega til að teljast sem staðfest. Ef lágmarki hefur ekki verið náð amk. 4 klst. fyrir brottför, neyðumst við til þess að færa bókunina þína (í samráði við þig), eða bjóða þér endurgreiðslu.

Farþegar þurfa að geta staðið þægilega í sætum sínum og geta rennt upp heilgalla (mest 3-XL) til að geta farið í þessari ferð. Börn undir 10 ára sem ekki hafa náð 145 cm. geta því miður ekki náð almennilega niður í gólf til að fóta sig og því ekki ráðlegt að þau taki þátt. Ferðin gæti verið óhentug fyrir 67+ ára, óléttar konur, sem og bak- og hjartveika.

Vinsamlegast mætið eigi síðar en 30 mín. fyrir brottför í miðasölu okkar við Ægisgarð, en það er til þess að tryggja nægilegan tíma til að fara yfir öryggisatriði, skrifa undir skilmála, klæðast öryggisbúnaði og stíga um borð áður en ferðin hefst.

Engin endurgreiðsla fæst ef hvalirnir láta ekki sjá sig, en í staðin bjóðum við hins vegar upp á endurkomumiða sem gildir í klassísku hvalaskoðunarferðina okkar. Sá miði hefur 2ja ára gildistíma og gildir einungis fyrir uppáskrifaðan handhafa og í þá ferð sem rituð er á miðann. 

*Þessi ferð er rekin í samstarfi við systurfyrirtæki okkar, Whale Safari*

Hvað er innifalið

 • Warm overalls
 • Protective goggles
 • Life vests
 • Free visit to Wildlife Exhibit
 • Whale watching
 • Puffin watching (May - August)
 • City views from sea

Hvað er ekki innifalið

 • Rúta (ekki í boði)
 • Veitingar
 • Klósett (er á skrifstofu)

Hvað þarf að taka með

 • Sturdy footwear 
 • Warm clothing (thermals, hat, scarf and gloves)

Mikilvægar upplýsingar

Klæddu þig vel, það er ávallt kaldara á sjó en í landi! Við mælum með að vera í góðum skóm. Athugið að ferðin er háð veðri. Við fylgjum siðareglum IceWhale og stundum ábyrga hvalaskoðun.

Flokkar

 • DOLPHIN OR WHALEWATCHING

Tungumál leiðsögumanns

 • English
Verð frá 21990

2 Klst

Bókaðu beint hjá
Elding Adventure at Sea

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini