• Tímalengd: 1,3 Klst
  • Auðvelt
  • Rafrænn miði

  • Hittumst á brottfararstað
  • Bókar beint frá birgja
  • Vingjarnlegar afbókunarreglur
  • Engin söluþóknun
  • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 5631

Lýsing

Hálendi Íslands er einstakt og nærri ógerðlegt að lýsa fegurð þess. Í þessar flugferð getur þú séð hversu margbreytilegt landslagið er, frá Skaftafelli höldum við í vesturátt, yfir Skeiðarárjökul á leið okkar yfir Lakagíga, Landmannalaugar, Langasjó ásamt fjölmargra annara náttúruperlna.

Lakagígar eru 25 km löng gígaröð sem myndaðist í einu mesta hraungosi sögunnar á árunum 1783-1784. Yfir þá 8 mánuði sem gosið varði er talið að 42 milljarðar tonn (14 km3) af basalt hrauni hafi runnið og eitruð aska og gosmóða leiddi til dauða 75% búfés Íslendinga og einn af hverjum fimm Íslendinga lést. Í dag eru gígarnir flestir huldir mosa, en þó má víða greina rautt og svart hraunið sem býr til ævintýralegan heim.

Frá Lakagígum liggur leið okkar yfir Landmannalaugar, svæði sem margir Íslendingar þekkja vel. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir mikla náttúrufegurð og dásamlegar náttúrulaugar innan um litríkt berg, en þar er mikið um líparít, hrafntinnu og fleiri bergtegundir. Laugarhraun, sem skáli Ferðafélags Íslands stendur við, er eitt allmargra hrafntinnu- og líparíthrauna sem runnið hafa eftir Ísöld á svæðinu.

Frá Lakagígum og Landmannalaugum fljúgum við yfir Eldgjá, flennistóra gossprungu sem talið er að hafi myndast í stórgosi árið 934 sem stóð í nokkur ár. Litlar heimildir eru til um gosið en talið er að það hafi verið eitt mesta hraungos sem maðurinn hefur upplifað. Á fluglegiðinni má einnig gera ráð fyrir að sjá Langasjó, 20 km vatn sem talið er meðal tærustu fjallavatna á Íslandi og bíður upp á einstakt sjónarspil innan um grófan og nánast gróðurlausan jarðveg allt í kring. Hraunbreiður, jökulár og tær stöðuvötn einkenna flugleiðina og hjálpast að við að mynda stórbrotið hálendi Íslands.

Komdu með og upplifðu landið frá nýju sjónarhorni.

Ferðaáætlun

Skaftafell Terminal

  • Mæting í Skaftafell Terminal - Tour Center, sem er staðsett rétt við þjóðgarðinn í Skaftafelli. 
  • Mæting er 20 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. 
  • Vinsamlegast framvísið miða, annaðhvort útprentuðum eða stafrænum. 

Hvað er innifalið

  • Leiðsögn frá flugmanni
  • Ókeypis bílastæði hjá Skaftafell Terminal – Tour Center.
  • Frábært útsýni fyrir alla farþega

Hvað þarf að taka með

  • Myndavél
  • Léttan jakka 

Mikilvægar upplýsingar

Hvort hentar betur, morgunbrottför eða síðdegisbrottför?

  • Morgun brottför: á bilinu frá 9:00-12:00 (9AM-12PM)
  • Síðdegis brottför: frá 13:00-16:00 (1PM-4PM)

Ef þú hefur óskir um ákveðinn brottfaratíma, vinsamlegast skráðu það í athugasemdir í bókunarferlinu. Við munum svo hafa samband innan 24 klukkustunda og staðfesta brottfarartímann.

Vinsamlegast athuga að það er lágmark 3 farþegar fyrir hverja brottför. 

Afbókunarstefna

  • Cancellation fee of 100% if cancelled 1 Dagur or less before departure
  • Cancellation fee of 50% if cancelled 3 Dagar or less before departure
  • Cancellation fee of 10% if cancelled 14 Dagar or less before departure

Flokkar

  • AIR OR HELICOPTER TOUR
  • SIGHTSEEING
  • NATURE
Verð frá 56900

1,3 Klst

Bókaðu beint hjá
Atlantsflug

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

  • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
  • Rafræn og örugg bókun
  • Besta mögulega verðið
  • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini