• Tímalengd: 50Mínútur
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 5633

Lýsing

Fljúgðu með okkur yfir kyngimagnaða landslagið sem einkennir Lakagíga og upplifðu hversu gríðarlegt landsvæði hefur orðið undir í einhverju mesta hraungosi sögunnar. Gosið hófst árið 1783 en þá opnaðist um 25 km löng gossprunga þar sem Lakagígaröðin er nú. Í dag eru flestir gíganna huldir grámosa og óvíða er jafn fallegt landslag eins og einmitt hér.

Frá Skaftafelli höldum við í vestur, yfir víðáttumikla breiður Skeiðarárjökulls á leið til Lakagíga. Gosið í Lakagígum hófst 8. Júní 1783 að undangenginni jarðskjálftahrinu og er talið eitt stærsta hraungos sögunnar. Þær hörmungar sem fylgdu gosinu eru þær mestu sem Íslendingar hafa upplifað á síðari öldum. Gosið stóð yfir í 8 mánuði og á meðan dreifðist eitruð aska yfir mest allt landið og gosmóða mengaði loft (af þessari gosmóða fengu Móðuharðindin nafnið sitt).

Í kjölfar gosins veiktist búfénaður íslendinga og svalt með þeim afleiðingum að um 75% búfjár landsmanna féll og einn af hverjum fimm Íslendingum lést. Móðan mikla og fíngerð aska frá gosinu dreifðist einnig um allt norðurhvel jarðar og hafi mikil áhrif bæði á umhverfi og veðurfar. Því hefur jafnvel verið haldið fram að franska byltingin hafi átt upphaf í gosinu vegna þeirra miklu áhrifa sem móðan hafði á veðurfar og akuryrkju í Evrópu á þessum tíma.

Í dag eru gígarnir huldir mosa sem gefur svæðinu ævintýralegan lit sem blandast vel við rautt og svart hraunið. Árið 1971 var gígaröðin friðlýst með það að markmiði að varveita þetta einstaka og viðkvæma svæði. Að fljúga yfir svæðið er því einstakt tækifæri til þess að njóta þess án þess að hafa áhrif á viðkvæman gróðurinn.

Frá Lakagígum fljúgum við sem leið liggur að Súlum þar sem hinn einstaki Súlutindur 60 m hár stendur tignarlegur næst sporði Skeiðarárjökuls vestanmegin. Héðan er frábært útsýni yfir víðáttumikinn Skeiðarárjökul, stærsta skriðjökul sunnan úr Vatnajökli.

Hvað er innifalið

 • Leiðsögn frá flugmanni
 • Ókeypis bílastæði hjá Skaftafell Terminal – Tour Center.
 • Frábært útsýni fyrir alla farþega

Hvað þarf að taka með

 • Myndavél
 • Léttan jakka 

Mikilvægar upplýsingar

Hvort hentar betur, morgunbrottför eða síðdegisbrottför.

 • Morgunbrottför: á bilinu frá 9:00-12:00 (9AM-12PM)
 • Síðdegisbrottför: frá 13:00-16:00 (1PM-4PM)

Ef þú hefur óskir um ákveðinn brottfaratíma, vinsamlegast skráðu það í athugasemdir í bókunarferlinu. Við munum svo hafa samband innan 24 klukkustunda og staðfesta brottfarartímann.

Vinsamlegast athuga að það er lágmark 3 farþegar fyrir hverja brottför. 

Afbókunarstefna

 • Cancellation fee of 100% if cancelled 1 Dagur or less before departure
 • Cancellation fee of 50% if cancelled 3 Dagar or less before departure
 • Cancellation fee of 10% if cancelled 14 Dagar or less before departure

Flokkar

 • AIR OR HELICOPTER TOUR
 • SIGHTSEEING
 • NATURE
Verð frá 43900

50Mínútur

Bókaðu beint hjá
Atlantsflug

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini