-
Tímalengd: 3 Klst
-
Auðvelt
-
Rafrænn miði
-
Hittumst á brottfararstað
- Bókar beint frá birgja
- Vingjarnlegar afbókunarreglur
- Engin söluþóknun
- Bestu mögulegu verð
Lýsing
Við leggjum af stað frá Vík og keyrum í gegnum einkismannsland að jöklinum, jeppaferðin sjálf er ævintýri en bara rétt byrjunin á deginum þar sem við stefnum inná hálendi Íslands með mosagrónum fjöllunum og jöklinum í fjarska.
Íshellirinn er í Kötlujökli og í jaðri gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu. þessi ferð er frábær leið til að komast nærri eldfjallinu og njóta jökulsins í leiðinni.
Þegar við komum að jöklinum skellum við okkur í brodda og hjálm og röltum á jaðri jökulsins að íshellinum og fylgið leiðsögumanninum sem útskýrir hvernig svona hellar myndast og fleira um svæðið.
Hellirinn breytist á hverjum degi en er alltaf mögnuð sýn, þessi hellir fékk nafnið Dreka Gler íshellirinn á sínum tíma vegna þess hvernig ísinn formast í loftinu á hellinum og vegna þess að Game of Thrones var svo vinsælt á þeim tíma :)
Skelltu þér með okkur og notaði AFRAMISLAND til að fá afslátt af verðinu :)