Rafrænn miði
Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram á laugardeginum um Verslunarmannahelgi hvert ár. Það eru Hrólfur Vagnsson og aðstoðarfólk hans sem matreiða Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.
Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnuköku með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir mun stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.
Það verður siglt frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.
Hægt verður að velja á milli tveggja brottfarartíma:
12:00 frá Bolungarvík, til baka frá Hesteyri kl 20:00.
14:00 frá Bolungarvík, til baka frá Hesteyri kl 22:00.
16:00 frá Bolungarvík, til baka frá Hesteyri kl 24:00.
Síðasta ferðin kl. 16:00 er ögn dýrari þar sem gestum í þeirri ferð verður einnig boðið upp á bíósýningu á myndinni „Ég man þig“ sem byggð er á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur en myndin gerist einmitt að miklu leiti á Hesteyri. Sýningin hefst klukkan 21:30 og henni fylgir að sjálfsögðu popp og kók. Athugið! Til að bóka í seinni ferðina kl. 16 velur þú í "Verð" valmyndinni "Kjötsúpuhátíð ásamt bíó "'Ég Man Þig!"
Endilega bókið tímanlega hér til hliðar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
Einnig er hægt að leita sér upplýsinga hjá:
-Haukur Vagnsson í síma 862 2221
-Hrólfur Vagnsson í Læknishúsinu í síma 899 7661
Þrjár brottfarir: Kl 12, 14 og 16
Skipulagið gæti ekki verið einfaldara. Það verður siglt frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS
95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund. Hægt verður að velja á milli þriggja brottfarartíma.
Fyrsti hópurinn eða svokallaður rauði hópur fer frá Bolungarvík klukkan 12 á hádegi og heim aftur klukkan 20. Í millitíðinni á Hesteyri er frjáls tími, Hesteyrarkjötsúpa í Læknishúsinu og ýmislegt fleira.
Næsti hópur eða sá græni siglir klukkan 14 og heim klukkan 22. Sama verð er á þessari ferð og þeirri rauðu en gestir fá einnig pönnsur, leiki,
varðeld og söng.
Seinasti hópurinn eða sá blái siglir klukkan 16 og mætir beint í kjötsúpuna á Hesteyri. Það er Hrólfur Vagnsson og aðstoðarfólk hans
sem matreiða eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur. Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur með sykri og svo verður hin
skemmtilegasta dagskrá sem Pálína Vagnsdóttir, Birna Hjaltalín Pálmadóttir og Soffía Vagnsdóttir stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns
gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.
Ferð með bláa hópnum er ögn dýrari en hinar, kr. 16.000, þar sem með honum verður einnig boðið upp á bíósýningu á myndinni „Ég man þig“ sem byggð er á
skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur en myndin gerist einmitt að miklu leiti á Hesteyri. Sýningin hefst klukkan 22 og henni fylgir að sjálfsögðu popp og
kók.
Endilega bókið tímanlega hér til hliðar þar sem um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.
Einnig er hægt að leita sér upplýsinga hjá:
-Haukur Vagnsson í síma 862 2221
-Hrólfur Vagnsson í Læknishúsinu í síma 899 7661
Innifalið í pakkanum:
Fatnað í samræmi við veðurspá
Góða skapið!
Vinsamlegast klæðið ykkur vel í samræmi við veðurspá
Hundar og önnur gæludýr óheimil
Öllum er velkomið að troða upp með söng, leik eða með öðru skemmtiefni
Söngolía fæst á staðnum
9 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.