Rafrænn miði
Hefur þig alltaf langað til að prufa jeppamennsku? Þér býðst nú einstakt tækifæri á að spreyta þig í keyrslu undir leiðsögn fagmanna og um leið upplifa Reykjanesið á nýjan hátt.
Við byrjum daginn í höfuðstöðvum Arctic Trucks með stuttri kynningu á dagskránni og því hvernig nota má breytta bíla og búnað þeirra við mismunandi aðstæður.
Við höldum svo út úr bænum í átt að Reykjanesi. Þegar aðstæður fara að breytast mun hópurinn hjálpast að við að hleypa úr dekkjum og gera bílana klára fyrir þær hindranir sem eru framundan. Á Reykjanesinu er að finna ýmsa skemmtilega slóða og leiðir sem gera okkur kleift að spreyta okkur í keyrslu á breyttum jeppum.
Við höldum svo aftur til Reykjavíkur þar sem ferðin endar.
Áætluð lengd ferðar: 5 klst (12:30-17:30)
Athugið: Lágmarks hópastærð 8 manns, áskilinn réttur til að aflýsa eða bjóða aðra dagsetningu ef ekki næst næg þátttaka. 4 farþegar saman á bíl, en leiðsögumaður passar uppá að skipt sé um bílstjóra svo allir sem vilja fá að upplifa keyrsluna. Bílaflotinn samanstendur af Toyota Hilux / Toyota Land Cruiser / Nissan Navara, AT38/40, en bílum er útdeilt af handahófi.
Ferðin verður í boði eftirfarandi föstudaga: 11. Júní / 18. Júní / 25. Júní / 3. Júlí / 10. Júlí / 17. Júlí / 24. Júlí / 7. Ágúst
Sérferðir í boði aðra vikudaga, hafið samband við experience@arctictrucks.is til að bóka slíka ferð. Frábært fyrir fjölskyldur og vinahópa!
Lágmarks hópastærð 8 manns, áskilinn réttur til að afbóka eða færa dagsetningu ef ekki næst næg þátttaka
Miðast við 4 saman í bíl, en athugið að leiðsögumaður leiðbeinir um hvenær skipta skuli um bílstjóra svo allir sem vilja fái að njóta sín
Bílaflotinn samanstendur af Toyota Hilux / Toyota Land Cruiser / Nissan Navara, AT38/40
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, hafa með sér gilt ökuskírteini og kreditkort vegna bílaleigusamninga.
5 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.