Rafrænn miði
Til að komast á upphafsstað ferðarinnar er keyrt eftir vegi F35 (Kjalvegur) þar til komið er undir Bláfellið. Þar er tekin vinstri beygja inn á Skálpanesveg og rennt í hlað á starfsstöð okkar við Geldingafell. Þar erum við með stóra og rúmgóða starfsstöð sem gefur okkur nóg pláss til að athafna okkur og gera okkur klár fyrir ferðina. Þegar við erum kominn í gallann förum við út með leiðsögumanninum okkar og förum yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúinn að þeysast af stað á snjóbreiðunni og setjum stefnuna á Íshellinn okkar sem liggur í jökulsporðinum með frábæru útsýni yfir Hvítárvatn. Íshellirinn er sköpun Herberts Haukssonar, eigenda Mountainneers of Iceland, og er rúmlega 70 metra djúpur. Ótrúlega skemmtileg innsýn í sögu Íslands þar sem hægt er að sjá öskulög allt að 400 ár aftur í tímann.
Ferðin sjálf er ca. klukkutími með stoppum og leiðarvalið er vandlega yfirfarið af leiðsagnarfólkinu á hverjum degi til að hámarka upplifunina. Auðvitað stoppum við aðeins til að taka myndir, kasta mæðinni og njóta kyrrðarinar og landslagsins.
Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.
Geldingafell 30-35 mín akstur frá Gullfoss
1 klst snjósleðaferð á Langjökli með viðkomu í Íshelli
Kíkjum í Íshellinn okkar.
Allt sem er sýnt á myndinni er í boði fyrir alla þá sem taka þátt í ferðinni.
Matur og drykkur er ekki innifalin en það eru mjög fínir veitingastaðir bæði við Gullfoss og Geysi.
Þessi ferð er keyrð í íslenska hálendinu þar sem aðstæður geta oft verið í erfiðara lagi. Við áskiljum okkur rétt til að breyta leiðarvali og ferðadagskrá eftir veður og vindum
Við mælum ekki með að óléttar konur eða einstaklingar sem eiga við þrálát bakmeiðsli taki þátt í þessum ferðum.
2,5 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.