Rafrænn miði
Njótið einstakrar ferðar um Faxaflóa með sérþjálfaðri áhöfn og náttúrusérfræðingum í leit að sjávarspendýrum og öðru dýralífi Reykjavíkur. Töfrandi landslag flóans ætti ekki að fara framhjá neinum bætir sannanlega upplifunina.
Við tökum á móti þér með hlýju viðmóti í miðasölu okkar við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem þú sækir brottfararspjald og færð nánari upplýsingar um hvert leiðin liggur næst. Aðeins nokkrum skrefum neðar á höfninni finnur þú landfasta bátinn okkar, Fífil, þar sem áhöfnin tekur á móti þér, en þar gefst tækifæri til að skoða einstakt sýningarrými sem leiðir þig um leyndardóma hafsins; einnar sinnar tegundar í heiminum!
Um borð eru hinir ýmsu útsýnispallar, upphitaðir salir með stórum gluggum, kaffitería þar sem hægt er að versla léttar veitingar, klósett og fatahengi þar sem hægt er að fá lánaða heilgalla og teppi. Þú getur valið á milli þess að sitja inni í hlýjunnni eða flakka um á útiþilfari í hlýjum galla á meðan þú nýtur ferðarinnar og hlustar á leiðsögumanninn útskýra allt um landslagið, náttúruna og hvalina í kring. Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá er sjávarlíffræðingur um borð sem getur svarað öllum þínum spurningum!
Algengustu hvalirnir í Faxaflóa eru hrefnur, hnúfubakar, höfrungar og hnýsur. Aðrir hvalir svo sem háhyrningar, sandreyðar, langreyðar og grindhvalir hafa sést á svæðinu á síðastliðnum árum en eru ekki eins algengir. Ýtið hér til að fá frekari upplýsingar um þær tegundir sem við getum átt von á að sjá í ferðinni.
3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.