• Tímalengd: 3 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 10973

Lýsing

Í þessari 3ja klst. ferð frá Akureyri munt þú sjá Eyjafjörðinn í nýju ljósi og sjá þá einstaka hvali sem finnast á Íslandi. Lærðu allt um fjörðinn og dýralíf hafsins í þessari skemmtilegu og fróðlegu ferð.

Hnúfubakar eru einstakar skepnur sem vert er að skoða í þeirra náttúrulega umhverfi. Leiðsögumenn okkar og áhöfn eru sérfræðingar í að koma auga á hvali og höfrunga og geta sagt þér allt milli himins og jarðar um sjávarspendýr við íslandsstrendur.

Skipið okkar er eina háhraða hvalaskoðunarskipið á Íslandi og getur tekið allt að 200 manns um borð. Stórkostlegur sérútbúinn útsýnispallur og stórir gluggar út frá kaffisal gefur þér kost á að sjá hvalina og fjörðinn í allri sinni dýrð.

Við fylgjum siðareglum IceWhale og stundum ábyrga hvalaskoðun. 

*Þessi ferð er rekin í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Hvalaskoðun Akureyri*

Hvað er innifalið

 • 3 klst. sigling um Eyjafjörðinn
 • Heilgallar, teppi um borð
 • Frábær og persónuleg leiðsögn
 • Sjávarlíffræðingar og vel þjálfuð áhöfn
 • Frítt internet um borð
 • Upphitaðir salir með stórum gluggum
 • Myndir teknar af áhafnarmeðlimum (ef einhverjar)
 • Engir hvalir eða höfrungar? Komdu aftur frítt!

Hvað er ekki innifalið

 • Veitingar
 • Rúta til/frá hóteli

Hvað þarf að taka með

 • Góðir skór
 • Hlý föt 

Mikilvægar upplýsingar

Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem það er yfirleitt svalara úti á sjó en í landi. Hægt er að fá í láni teppi og heilgalla um borð.

Ekki er hægt að ábyrgjast árángur, þ.e. að við munum sjá hvali í ferðini. Hinsvegar bjóðum við upp á endurkomumiða ef svo fer.

Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara.

Við fylgjum siðareglum IceWhale varðandi ábyrga hvalaskoðun. Hafðu í huga að til að minnka áreiti gætum við þurft að halda fjarlægð við hvalina eða sigla áfram ef of margir bátar eru á sama stað í einu.

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
 • DOLPHIN OR WHALEWATCHING
Verð frá 12490

3 Klst

Bókaðu beint hjá
Elding Adventure at Sea

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini