Rafrænn miði
Í þessari 3ja klst. ferð frá Akureyri munt þú sjá Eyjafjörðinn í nýju ljósi og sjá þá einstaka hvali sem finnast á Íslandi. Lærðu allt um fjörðinn og dýralíf hafsins í þessari skemmtilegu og fróðlegu ferð.
Hnúfubakar eru einstakar skepnur sem vert er að skoða í þeirra náttúrulega umhverfi. Leiðsögumenn okkar og áhöfn eru sérfræðingar í að koma auga á hvali og höfrunga og geta sagt þér allt milli himins og jarðar um sjávarspendýr við íslandsstrendur.
Skipið okkar er eina háhraða hvalaskoðunarskipið á Íslandi og getur tekið allt að 200 manns um borð. Stórkostlegur sérútbúinn útsýnispallur og stórir gluggar út frá kaffisal gefur þér kost á að sjá hvalina og fjörðinn í allri sinni dýrð.
Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem það er yfirleitt svalara úti á sjó en í landi. Hægt er að fá í láni teppi og heilgalla um borð.
Ekki er hægt að ábyrgjast árángur, þ.e. að við munum sjá hvali í ferðini. Hinsvegar bjóðum við upp á endurkomumiða ef svo fer.
Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara.
Við fylgjum siðareglum IceWhale varðandi ábyrga hvalaskoðun. Hafðu í huga að til að minnka áreiti gætum við þurft að halda fjarlægð við hvalina eða sigla áfram ef of margir bátar eru á sama stað í einu.
3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.