Rafrænn miði
Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hellinn á auðveldan og ánægjulegan hátt. Hellisgangurinn er víða varðaður stórum steinum sem áður ollu því að hann var erfiður yfirferðar. Nú hefur göngubrú og nokkrir göngustígar verið lagðir yfir torfærustu hlutana og hellirinn er því flestum fær. Þessi hluti hellisins hefur verið lýstur upp með einstaklega áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.
Boðið er upp á ferðir á klukkustundar fresti og hver ferð tekur um 55–60 mínútur. Við mælum með því að þú bókir ferðina fyrirfram til að tryggja þér pláss á þeim tíma dags sem þér hentar.
Þessi ferð á að vera flestum fær en þó er ekki mælt með henni við fólk sem er með lélegt jafnvægisskyn eða á erfitt með að ganga á ójöfnu (svo sem í snjó eða á ójöfnum stígum) eða á í erfiðleikum með að ganga upp og niður bratta stiga.
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.