• Tímalengd: 4 Klst
  • Miðlungs
  • Rafrænn miði

  • Hittumst á brottfararstað
  • Bókar beint frá birgja
  • Vingjarnlegar afbókunarreglur
  • Engin söluþóknun
  • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 5244

Lýsing

Ferðin er hönnuð fyrir þá sem eru að leita að lengri og yfirgripsmeiri jöklagöngu. Hún er fullkomin fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við keyrum á ofurjeppa sem kemur okkur nálægt jökulröndinni, en við jaðarinn setjum við á okkur mannbrodda og förum yfir helstu öryggisatriði. Eitt af því sem gera jökla spennandi er að yfirborð og litur jökulsins er síbreytilegur en jöklamyndanir eins og svelgir, sprungur og jökladrýli koma og fara eftir veðri og vindum. Í göngunni mun leiðsögumaðurinn þinn kenna þér um jarðfræði, landafræði og sögu svæðisins, ásamt því að benda á fallegar ísmyndanir. Á jöklinum finnum við ætíð eitthvað nýtt og spennandi til að skoða en eitt breytist þó aldrei, en það er hversu undursamleg upplifun það er að ganga á íslenskum jökli!

Ferðaáætlun

Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi

Það er hist 15 mínútum fyrir brottfarartíman í Freysnesi, sem er við aðalþjóðveginn 320km frá Reykjavík, eða í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.

Verð:

Fullorðnir: 16.900 ISK á mann

Við bjóðum hópum uppá sérverð. Fyrir 4 eða fleiri, hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá tilboð.

Hvað er innifalið: 

Jöklabroddar, ísexi, hjálmur, sigbelti og jeppaskutl að jöklinum 

Hvað er ekki innifalið: 

Gönguskór og útvistarfatnaður. 

Hvað þarf að taka með: Best er að vera í gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Endilega taka með nasl og drykk. Einnig getur verið gott að hafa með sólgleraugu og hanska.

Mikilvægar upplýsingar:

14 ára aldurstakmark 

Ef þú átt ekki gönguskó með ökklastuðningi þá leigjum við þá á staðnum fyrir 1.000 ISK parið.

Hvað er innifalið

- Hálfsdags jöklaganga á Falljökli
- Jeppaskutl að jöklinum frá Freysnesi
- Jöklabroddar, ísexi, hjálmur og sigbelti
- Jöklaleiðsögumaður með mikla reynslu, þjálfaður samkvæmt stöðlum Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi
- Stuðningur við lítið fjölskyldufyrirtæki í Öræfum
- Kolefnisjöfnuð ferð að fullu, í samstarfi við Kolvið

Hvað þarf að taka með

Gönguskór með ökklastuðningi, útivistarföt, hanskar, húfa, sólgleraugu, drykkur og nesti.
Við leigjum gönguskó á staðnum fyrir 1.000 ISK parið

Afbókunarstefna

  • Cancellation fee of 100% if cancelled 1 Dagur or less before departure

Flokkar

  • GLACIER HIKING

Tungumál leiðsögumanns

  • Íslenska
  • English
Verð frá 17900

4 Klst

Bókaðu beint hjá
Local Guide of Vatnajökull

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

  • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
  • Rafræn og örugg bókun
  • Besta mögulega verðið
  • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini