• Tímalengd: 4 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 388460

Lýsing

Komdu með okkur í ævintýralega flúðasiglingu niður Hvítá á Suðurlandi. Hvítá er fallegt og hressilegt fljót í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Í rúm 30 ár hefur Arctic Adventures verið með starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu okkar, Drumboddsstöðum. 

Flúðasiglingar í Hvítá henta öllum og er staðsetning ferðarinnar kjörin fyrir fólk sem á leið í gegnum gullnahringinn, Flúðir, Grímsnes eða nærumhverfi þess. Auk þess er aksturstími frá Reykjavík einungis u.þ.b. 1,5 klukkustund að Drumboddsstöðum og því tilvalið að gera sér ævintýrilega dagsferð niður Hvítá. 

Flúðasiglingin liðast niður fljótið í gegnum flottar öldur og miðlungsstórar holur. Siglt er í gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum og sé þess óskað fá þátttakendur að sökkva þar af kletti í ánna, svo fremi sem aðstæður leyfa. Rafting niður Hvítá er skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir alla sem eru í ævintýraleit! 

Aldurstakmark er 11 ára. Börn undir 18 ára þurfa að vera í fylgd með foreldri/forráðamanni.

Upphafspunktur:

Upphafspunktur ferðarinnar er frá bátahúsinu okkar, Drumboddsstöðum. Drumboddsstaðir eru staðsettir í rúmlega 1,5 klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. 

Hér má nálgast upplýsingar um staðsetningu Drumboddsstaða. 

Ferðaáætlun

Flúðasigling í Hvítá

Hvað er innifalið

  

· Ævintýraleg flúðasigling niður Hvítá

· Sérþjálfaður leiðsögumaður

· Allur nauðsynlegur búnaður (blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur, ár o.s.frv.)

· Aðgangur að sturtum og gufubaði (saunu)

Mikilvægar upplýsingar

 Það er mikilvægt að þátttakendur kunni að synda. Þátttakendur fá björgunarvesti í ferðinni. 

Við mælum með því að hafa meðferðis sundföt (eða nærföt til skiptana), hlýjan undirfatnað (föðurland, flís eða ullarfatnaður) til að klæðast undir búningnum ásamt auka fatnaði til skiptana og handklæði. Fatnaðurinn sem þú klæðist í ferðinni mun blotna. Allur annar búnaður er innifalinn í ferðinni, s.s. blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur og annar öryggisbúnaður.

Flokkar

 • ADVENTURE
 • NATURE
 • WATER
ISK 13990 ISK 9793

4 Klst

Frábært tilboð!

Bókaðu beint hjá
Arctic Adventures

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir