Rafrænn miði
Í þessari tveggja klukkutíma fjórhjólaferð munum við þeysast um svörtu fjöruna við Þorlákshöfn alla leið að Ölfusárós. Á leiðinni til baka munum við svo taka smá útúrdúr og keyra á milli sandhóla sem eru þaktir melgresi. Að lokum mun leiðsögumaðurinn leiða þig eftir vegslóðum alla leið að björgunum Vestan Þorlákshafnar. Útsýnið þar er stórbrotið og krafturinn í hafinu er undraverður. Að því loknu mun leiðsögumaðurinn leiða þig aftur í aðstöðuna okkar þar sem þú getur notið þess að fá þér rjúkandi heitann kaffi eða te bolla.
Lengd ferðar:
Þátttakendur:
Allar ferðir Black Beach Tours hefjast í aðstöðunni okkar að Hafnarskeiði 17, 815 Þorlákshöfn. Mikilvægt er að þátttakendur mæti u.þ.b. 30 mínútur fyrir skráða brottför til að fá nausðynlegan öryggis- og hlífðar útbúnað. Athugið að ölvun eða notkun annarra vímuefna útilokar þátttöku.
2 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.