Þú færð að keyra fjórhjóladrifinn torfærubuggy á öruggasta og þægilegasta máta sem völ er á og krakkarnir eiga eftir að missa sig í gleðinni
  • Tímalengd: 1,3 Klst
  • Auðvelt
  • Rafrænn miði

  • Meet on location or pick up
  • Bókar beint frá birgja
  • Vingjarnlegar afbókunarreglur
  • Engin söluþóknun
  • Bestu mögulegu verð
Bæta við í     • Vörunúmer 249911

Lýsing

Þessi 1-klst buggy ferð með leiðsögn er alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og skemmta sér fáránlega vel í leiðinni. Spennið á ykkur beltin og búið ykkur undir að keyra á grófum malarvegum og í torfærum í nágrenni Esjunnar. Við keyrum yfir hæðir og hóla, gegnum ár og margt fleira skemmtilegt. Þessi ferð er mjög fjölskylduvæn og er fyrir alla þá sem eru hrifnir af spennu, torfærum, leðju, drullu og fallegri náttúru. Krakkarnir munu brosa út að eyrum í marga daga eftir þetta fjör og svo skemmir ekki fyrir að það eru miklar líkur á þeir sofni snemma eftir alla spennuna! Buggy bílarnir okkar eru tveggja sæta, þannig að það þarf einn fullorðinn með ökuskírteini að fylgja hverju barni. Þetta er góð leið fyrir barnafjölskyldur til að prófa torfærutæki vegna þess að bílarnir eru auðveldir í keyrslu, þeir eru sjálfskiptir og með 4 punkta öryggisbelti og veltigrind svo það er mjög öruggt að keyra þá. Það eina sem þú þarft til að keyra er ökuskírteini og ævintýraþrá. Athugið að aldurstakmarkið er 6 ár og hver bílstjóri þarf að vera með gilt ökuskírteini.

Hvað er innifalið

Klukkutíma fjölskylduvæn buggyferð með leiðsögn

Hjálmar, hanskar, lambhúshettur, og vatnsheldir gallar

Hvað þarf að taka með

Góða skó (stígvél eða gönguskó), hlý föt undir gallann (t.d. föðurland), myndavélina og góða skapið

Mikilvægar upplýsingar

Bílstjórinn þarf gilt ökuskírteini

Það gæti verið sniðugt að taka með aukaföt þar sem þið gætuð blotnað ef þið keyrið hratt í árnar

Hámarksþyngd bílstjóra/farþega er 120 kg. Samtals hámakrsþyngd bílstjóra og farþega er 220 kg

Aldurstakmark bílstjóra er 17 ár. Aldurstakmark fyrir farþega er 6 ár

Afbókunarstefna

  • Cancellation fee of 100% if cancelled 1 Dagur or less before departure

Flokkar

  • ATV OR QUAD TOUR
  • ADVENTURE
  • NATURE
  • OBSTACLE COURSES
  • WATER
ISK 47800 ISK 38240

1,3 Klst

Fjölskyldufjör!

Bókaðu beint hjá
Buggy Adventures

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

  • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
  • Rafræn og örugg bókun
  • Besta mögulega verðið
  • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir