Þú færð að keyra fjórhjóladrifinn torfærubuggy á öruggasta og þægilegasta máta sem völ er á og krakkarnir eiga eftir að missa sig í gleðinni
-
Tímalengd: 1,3 Klst
-
Auðvelt
-
Rafrænn miði
-
Meet on location or pick up
- Bókar beint frá birgja
- Vingjarnlegar afbókunarreglur
- Engin söluþóknun
- Bestu mögulegu verð
Lýsing
Þessi 1-klst buggy ferð með leiðsögn er alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og skemmta sér fáránlega vel í leiðinni. Spennið á ykkur beltin og búið ykkur undir að keyra á grófum malarvegum og í torfærum í nágrenni Esjunnar. Við keyrum yfir hæðir og hóla, gegnum ár og margt fleira skemmtilegt.
Þessi ferð er mjög fjölskylduvæn og er fyrir alla þá sem eru hrifnir af spennu, torfærum, leðju, drullu og fallegri náttúru. Krakkarnir munu brosa út að eyrum í marga daga eftir þetta fjör og svo skemmir ekki fyrir að það eru miklar líkur á þeir sofni snemma eftir alla spennuna!
Buggy bílarnir okkar eru tveggja sæta, þannig að það þarf einn fullorðinn með ökuskírteini að fylgja hverju barni. Þetta er góð leið fyrir barnafjölskyldur til að prófa torfærutæki vegna þess að bílarnir eru auðveldir í keyrslu, þeir eru sjálfskiptir og með 4 punkta öryggisbelti og veltigrind svo það er mjög öruggt að keyra þá. Það eina sem þú þarft til að keyra er ökuskírteini og ævintýraþrá.
Athugið að aldurstakmarkið er 6 ár og hver bílstjóri þarf að vera með gilt ökuskírteini.