Rafrænn miði
Í þessari 2ja klst. siglingu munum við sigla áleiðis út Eyjafjörðinn í leit að hvölum, hnísum, höfrungum og fuglum.
Við siglum frá flotbryggjunni fyrir aftan HOF á Akureyri. Upplifðu einstakt tækifæri til að komast í návígi við stórhveli á meðan þú skemmtir þér konunglega á háhraða siglingu. Ef þú vilt sameina útivist, dýralíf og adrenalín, þá er þetta ferðin fyrir þig!
Aðeins eru 12 farþegar í hverjum bát, auk leiðsögumanns og skipstjóra. Sérútbúnu RIB bátarnir okkar gerir okkur kleift að þekja stærra svæði en gengur og gerist og koma þér nær í návígi við náttúruna. Bátarnir eru hraðskreiðir og smágerðir, en jafnframt stöðugir og öruggir.
ATHUGIÐ: farþegar þurfa að geta staðið þægilega í sætum og geta rennt upp gallanum sínum (mest XXXL) til að geta farið í þessari ferð. Börn undir 10 ára sem ekki hafa náð 145 cm. geta því miður ekki náð niður í gólf til að fóta sig og því ekki ráðlegt að þau taki þátt. Ferðin gæti verið óhentug fyrir 67+ ára, óléttar konur, bak- og hjartveika.
2 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.