Rafrænn miði
Klukkutíma Buggyferð um Esjurætur
Þessi 1-klst buggy ferð með leiðsögn er alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru. Spennið á ykkur beltin og búið ykkur undir að keyra á grófum malarvegum og í torfærum í nágrenni Esjunnar. Við keyrum yfir hæðir og hóla, gegnum ár og margt fleira skemmtilegt. Þessi ferð er fyrir þá sem eru hrifnir af spennu, torfærum, leðju, drullu og fallegri náttúru. Buggy bílarnir okkar eru sjálfskiptir og með 4 punkta öryggisbelti þannig að það er auðvelt og öruggt að keyra þá. Það eina sem þú þarft er gilt ökuskírteini og ævintýraþrá.
Klukkutíma buggy ferð með leiðsögn
Hjálmar, hanskar, lambhúshettur, og vatnsheldir gallar
Góða skó (stígvél eða gönguskó), hlý föt undir gallann (t.d. föðurland), myndavélina og góða skapið
Bílstjórinn þarf gilt ökuskírteini
Það gæti verið sniðugt að taka með aukaföt þar sem þið gætuð blotnað ef þið keyrið hratt í árnar
Hámarksþyngd bílstjóra/farþega er 120 kg. Samtals hámakrsþyngd bílstjóra og farþega er 220 kg
Aldurstakmark bílstjóra er 17 ár. Aldurstakmark fyrir farþega er 6 ár
1,3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.