Rafrænn miði
Náðu betri tengingu við náttúruna með okkur í Hatha yoga í svörtu fjörunni við Þorlákshöfn. Hatha yoga tímar eru fjölbreyttir og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hægt er að útfæra stöður eins og hverjum og einum hentar. Unnið er með hefðbundnar jógastöður sem styrkja og liðka líkamann, koma betra jafnvægi á orkuflæði líkamans og hjálpa iðkendum að öðlast meiri hugarró. Tímarnir byrja yfirleitt á öndunaræfingum, farið er í jógastöður með mismunandi áherslum og endað á slökun.
Tíminn fer fram í svörtu fjörunni við Þorlákshöfn sem bíður upp á einstakt tækifæri til að ná betri tengingu við orku Íslensku náttúrunnar. Ef veður er vont munum við færa tímann inn fyrir í yoga studíóið okkar.
Tíminn er í höndum Sóleyjar Einarsdóttur sem er menntaður yoga kennari og hefur starfað sem slíkur um árabil.
Yoga kennsla á íslensku
Yoga dýnur og annar nauðsynlegur útbúnaður við kennslu.
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.