Rafrænn miði
Fjórhjólaferð í svörtu fjörunni við Þorlákshöfn er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Í ferðinni muntu keyra fjöruna á enda, alveg að Ölfusárós þar sem útsýnið er stórkostlegt í réttum skilyrðum. Á leiðinni til baka munum við svo taka smá útúrdúr, breyta aðeins um umhverfi og keyra Vatnaleiðina. Vatnaleiðin býður upp á skemmtilegar aðstæður sem eru síbreytilegar og ráðast algjörlega af árferði.
Ferðin hentar allri fjölskyldunni frá 6 ára aldri og tilvalin fyrir allar stærðir af hópum.
Allar ferðir Black Beach Tours hefjast í aðstöðunni okkar að Hafnarskeiði 17, 815 Þorlákshöfn. Mikilvægt er að þátttakendur mæti u.þ.b. 30 mínútur fyrir skráða brottför til að fá nausðynlegan öryggis- og hlífðar útbúnað. Athugið að ölvun eða notkun annarra vímuefna útilokar þátttöku.
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.