• Tímalengd: 1,5 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 88757

Lýsing

Sigling hringinn í kringum Heimaey í Vestmannaeyjum. Siglingin tekur um 1,5 tíma og þú munt svo sannarlega njóta þess að sjá allt það sem gerir Eyjar svona undursamlegar. Á meðan á siglingunni stendur mun leiðsögumaður segja sögur frá Eyjum, um landnám, gosið, Íslendingasögur, þjóðsögur og sögur frá mannlífinu hér í Vestmannaeyjum. Þú munt njóta þess að sigla um og skoða lundann í sínu náttúrulega umhverfi og sigla inn í sjávarhella og fá að njóta hljómburðarins inn í honum. Þetta er svo sannarlega ein af bestu leiðunum til að kynnast Vestmannaeyjum og þú munt sjá ýmsar fuglategundir meðan við siglum um og jafnvel getum við verið það heppin að við sjáum sel eða hval þó við getum aldrei lofað því. Við munum koma við í sjávarhellinum “Fjósinu” sem er í Stórhöfða og fara líka inn í Klettshelli sem er einna helst þekktur fyrir frábæran hljómburð en þar munum við njóta fallegrar tónlistar. Við siglum á farþegabátnum Teistu sem er með sætum bæði inni og úti. Við erum með sæti fyrir allt að 80 manns en siglum aldrei með fleiri en 50 í einu. Það er líka fullt af plássi til að standa og salerni um borð.

Ferðaáætlun

Bátsferð í Vestmannaeyjum

Sigldu í kringum Heimaey í Vestmannaeyjum á farþegabát þar sem þú getur setið bæði inni og úti. Leiðsögumaður fer yfir söguna okkar, fræðir þig um náttúruna og lífið hér í Eyjum.

Sigldu í kringum Heimaey í Vestmannaeyjum á farþegabát þar sem þú getur setið bæði inni og úti. Leiðsögumaður fer yfir söguna okkar, fræðir þig um náttúruna og lífið hér í Eyjum.

Hvað þarf að taka með

Það getur verið gott að koma ágætlega vel klædd(ur) þar sem það getur verið kalt á sjónum. En þú getur líka alltaf setið inni þar sem er hlýtt og gott. Taktu með þér myndavél eða síma til að festa þessar skemmtilegu minningar á filmu

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR

Tungumál leiðsögumanns

 • English
 • Íslenska
Verð frá 6960

1,5 Klst

Bókaðu beint hjá
Island Boat Tours

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini