Rafrænn miði
Með því að koma í einnar klukkustundar Smáeyjaferð með Ribsafari færðu skemmtun sem þú munt seint gleyma. Við þeysumst um höfum blá á Ribsafari bát og stoppum inn á milli þar sem leiðsögumaður mun segja þér sögur af svæðinu. Þú nýtur þess að láta vindinn og sjávarloftið leika um þig og færð útrás fyrir hraða í leiðinni.
Í klukkustundar Smáeyjaferðinni okkar förum við út í smáeyjarnar sem eru nálægt Heimaey og kíkjum inn í hella sem að engir bátar nema ribbátarnir komast inn í eins og Ægisdyr og Kafhellir. Við kíkjum á lundann í sínu náttúrulega umhverfi í eyjunum og sjáum fullt af öður fuglalífi í ferðunum okkar.
Njóttu þess að kítla aðeins spennufíknina með hraða og fá að sjá dásamlega náttúruna í Vestmannaeyjum á sama tíma.
Vinsælasta ferðin okkar þar sem við siglum í áttina að Smáeyjunum, spíttum inn á milli í og stoppum á skemmtilegum stöðum og segjum sögur af svæðinu.
Smáeyjaferðin - 1 klst Ribsafari siglign er vinsælasta ferðin okkar.
Við siglum vesturfyrir Heimaey í áttina á Smáeyjunum og kíkjum á nokkra skemmtilega staði á leiðinni þar sem leiðsögumaðurinn okkar segir ykkur sögur af Tyrkjaráninu, skemmtilegum sögum héðan í Eyjum og fleira til.
Við skellum okkur inn í hella eins og Kafhelli og Ægisdyr sem enginn kemst inn í nema við og tuðrur og förum og sjálfsögðu að kíkja á lundann og fleira í þessum dúr.
Skemmtileg spíttferð sem fær þig til að brosa og færð upplýsingar um Vestmannaeyjar í leiðinni.
Ferð fyrir alla fjölskylduna.
Allir farþegar fá hlýjan flotgalla og björgunarvesti til að vera í á meðan á ferðinni stendur. Við eigum búnað fyrir 6 ára og eldri.
Taktu símann, myndavélina og brosið með í ferðina.
Það gæti verið sniðugt að taka húfu og vettlinga.
Við mælum ekki með því að þú komir í ferð ef þú ert barnshafandi eða bakveik(ur)
1 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.