Nordic Natura

Nordic Natura býður upp á glæsileg 25 m2 stúdíóhús, staðsett á vesturbarmi Ásbyrgis með stórbrotnu útsýni til allra átta. Húsin eru innréttuð á hlýlegan og heimilislegan máta með öllu því nauðsynlegasta sem þú á þarft að halda til að dvelja. Rýmin eru hönnuð til að hýsa tvo og að auki geta börn með í för nýtt þægilegan svefnsófa.

Í hverju húsi er sérbaðherbergi með sturtu. Í alrými er fullbúin eldhúsinnrétting með ísskáp, helluborði,uppþvottavél og örbylgjuofni ásamt litlu eldhúsborði og stólum. 

Úti á 25 m2 sólpallinum er gott gasgrill og útihúsgögn.

Öll sængur- og koddaver ásamt handklæðum eru framleidd úr 100% lífrænni „Fair traid“ bómull.
Lífrænar og/eða náttúrulegar sápur eru í húsunum til afnota fyrir gesti.

Nordic Natura er fullkomin staðsetning fyrir dagsferðir og úr mörgu er að velja. Mikið úrval ferðatækifæra og upplifuna eru út frá öllum áttum gististaðarins.

Mikið úrval af mögnuðum gönguleiðum eru í þjóðgarðinum sem henta öllum.

Hjá okkur getur þú einnig notið þess að komast á hestbak eða nýtt skutlþjónustu okkar ef þig langar að upplifa einhverja gönguleiðina.

Við hlökkum til að sjá þig !

Sími / netfang

+354 862 7708

info@nordicnatura.is

Samfélagsmiðlar

Facebook