Ferðalandið er hugsað sem bókunar og upplýsingavefur fyrir ferðasumarið 2020 og stendur fyrirtækjum til boða að nýta sér markaðstorgið án kostnaðar við skráningu né söluþóknun.

Ferdalandið býður upp á sérstakt tilboð á hágæða vefsvæðum í vefsölukerfi Getlocal. Þar geta fyrirtæki í ferðum og afþreyingu sett upp nýjan vef með litlum tilkostnaði.

Ennfremur bjóðum við ferðaþjónustufyrirtækjum og veitingastöðum sérstakt tilboð á framleiðslu myndefnis. Drónamyndatökur sem hægt er að nota á vefsíðum, samfélagsmiðlum og víðar á sérstöku tilboði. Þetta myndefni verður einnig notað til að fjalla um þessi fyrirtæki á ferdalandid.is og á samfélagsmiðlum verkefnisins, bæði undir Ferðalandið og Facebook hópnum Landið Mitt Ísland.

Nánari upplýsingar um þær þjónustur sem í boði eru er hægt að fá með því að fylla út formið hér á síðunni.