Heill klukkutími af hreinni skemmtun sem hentar allri fjölskyldunni frá 6 ára og upp! Stutt frá höfuðborgarsvæðinu.
 • Tímalengd: 1 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Meet on location or Pick up
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 15515

Lýsing

Ef þú ert hrifin af því að fara hratt og upplifa bátsferðir á nýjan máta er þessi eitthvað fyrir þig! Báturinn okkar er mjög öflugur og útbúinn gormasætum til að auka öryggi og þægindi þátttakenda. Sætin gera það að verkum að þú munt ekki finna fyrir öldunum og getur þess í stað einbeitt þér að því að njóta ferðarinnar. Báturinn er einnig búinn góðu hátalarkerfi og mun leiðsögumaðurinn spila góða tónlist á meðan á ferðinni stendur.

Athugið að þó að ekki sé um að ræða hvalaskoðun eða fuglaskoðun er heilmargt að sjá á miðunum rétt utan Þorlákshafnar. Það er því aldrei að vita nema að við rekumst á hvali, seli eða lunda. Ef svo ber undir mun leiðsögumaðurinn að sjálfsögðu kíkja nær og gefa ykkur tækifæri á að skoða dýrin nánar.

Lengd ferðar

 • Ferðin tekur um 30 mínútur en þátttakedur verða að vera komnir um það bil 30 mínútum fyrir áætlaða brottför til að fá nauðsynlegan öryggis- og hlífðarútbúnað.

Þátttakendur

 • Lágmark 4 farþegar í ferð
 • Hámark 12 farþegar í ferð
 • Aldurstakmark er 5 ár
 • Ekki er æskilegt að óléttar konur og fólk með bakvandamál taki þátt.

Hvað er innifalið

Allir þátttakendur fá flotgalla og hlífðargleraugu.

Hvað þarf að taka með

 • Hlý föt undir flotgalla
 • Góða skó

Mikilvægar upplýsingar

Athugið að fólki með bakvandamál og ólettum konum er ekki ráðlagt að taka þátt í bátsferðunum okkar. Allar ferðir Black Beach Tours hefjast í aðstöðunni okkar að Hafnarskeiði 17, 815 Þorlákshöfn. Mikilvægt er að þátttakendur mæti u.þ.b. 30 mínútur fyrir skráða brottför til að fá nausðynlegan öryggis- og hlífðar útbúnað. Athugið að ölvun eða notkun annarra vímuefna útilokar þátttöku.

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
 • SIGHTSEEING ATTRACTION
 • SIGHTSEEING
 • PHOTOGRAPHY
 • ADVENTURE
 • BIRDWATCHING
 • DOLPHIN OR WHALEWATCHING

Tungumál leiðsögumanns

 • English
ISK 11900 ISK 10115

1 Klst

Frábært verð!

Bókaðu beint hjá
Black Beach Tours

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini

Svipaðar ferðir