Rafrænn miði
Við förum frá Ísafirði snemma morguns og siglum yfir til Hesteyrar. Við byrjum á að rölta um gamla þorpið og kynnast sögu þess. Þaðan liggur leiðin upp á heiðina og yfir að Látrum í Aðalvík. Á leið okkar njótum við einstakrar náttúru Hornstranda og fáum gott útsýni yfir umhverfið. Dagsleiðin er hæfilega löng, nær 12km og hækkun ca 300m. Þetta er því kjörin ferð fyrir alla fjölskylduna. Bátur sækir svo farþega í eftirmiðdaginn og endar ferðin á Ísafirði um kvöldmatarleytið og því kjörið að eiga bókað borð á Tjöruhúsinu kl 21.00.
Hesteyri til Aðalvíkur gönguferð með leiðsögn.
Vinsamleg verið klár á bryggju Sjóferða 30 mínútum fyrir brottför. Siglingin til Hesteyrar tekur ca 1 klst og eru tuðrur notaðar til að ferja fólk í land ef mikil fjara er. Gangan tekur 6-7 tíma enda farið yfir á þægilegum hraða.Við erum svo sótt af sama bát í Aðalvík og tekur siglingin til baka 1-1,5 klst. Það fer allta eftir fjölda farþega, farangri og veðri. Við ættum að koma til Ísafjarðar á mill kl:19:00 og 20:00
Ferjun með bát báðar leiðir og leiðsögn.
Nesti, vatn og fatnaður.
Það er mikilvægt að vera vel búin fyrir gönguna og gera ráð fyrir regni og vindi. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir. Gestir þurfa að vera með sitt eigið nesti og vatnsbrúsa.
gönguferð; Hornstrandir; Aðalvík; Hesteyri; náttúra
10 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.