• Tímalengd: 7 Klst
 • Krefjandi
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 7088

Lýsing

Okkar allra ævintýralegasta jöklaferð, fyrir þá sem eru í leit að áskorun og einstakri upplifun á Vatnajökli. Við finnum bestu leiðirnar og staðina með það markmið að tryggja að dagurinn verði skemmtilegur en jafnframt krefjandi á ísnum. Við bjóðum uppá ísgöngu og ísklifur og þú getur jafnvel lært línuvinnu og lært um öryggi í jöklaferðamennsku.
Ekki er þörf á fyrri klifurreynslu, en gott er að vera í ágætu líkamlegu formi og með ævintýraeldmóðinn í farteskinu. Hér er misjafnt eftir hópum á hvaða jökul er farið en slíkt er sniðið eftir getu hópsins og hvers sé óskað, en algengt er að fara á Falljökul eða Breiðamerkurjökul. Við mælum einnig með leiðangri í að þvera hina stórfenglegu jökla Kvíárjökul eða Fláajökul til að fara á enn fáfarnari og tæknilegri slóðir. Í þessari ferð getur þú verið fullviss um að þetta verður sannkallaður jöklaævintýradagur!

Ferðaáætlun

Mæting 15 mínútum fyrir brottfarartíma í Freysnesi, sem er við aðalþjóðveginn 320km frá Reykjavík, eða í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.

Verð:

Fullorðnir: 26.900 ISK á mann, sérferð fyrir að lágmarki 3 manns

Fyrir 4 eða fleiri, hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá betra tilboð.

Hvað er innifalið

- Ísklifur og jöklabrölt á Vatnajökli, heilsdagsferð
- Jeppaskutl að jöklinum frá Freysnesi
- Jöklabroddar, ísexi, hjálmur, klifurbelti og allur tilheyrandi jöklabúnaður
- Jöklaleiðsögumaður með mikla reynslu, þjálfaður samkvæmt stöðlum Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi
- Stuðningur við lítið fjölskyldufyrirtæki í Öræfum
- Kolefnisjöfnuð ferð að fullu, í samstarfi við Kolvið

Hvað þarf að taka með

Stífir gönguskór með ökklastuðningi, útivistarföt, hanskar, húfa, sólgleraugu, drykkur, nasl og matur fyrir daginn.
Við getum lánað góða skó fyrir ferðina

Flokkar

 • ICE CLIMBING

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska
 • English
Verð frá 99900

7 Klst

Bókaðu beint hjá
Local Guide of Vatnajökull

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini