Rafrænn miði
Hornvík er falleg vík á Hornströndum sem liggur á milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Áður voru þar 3 bæir, Horn (í eyði 1946), Höfn (í eyði 1944) og Rekavík bak Höfn (í eyði 1944).
Austan víkurinnar rís Hornbjarg en að vestan Hælavíkurbjarg en þessi tvö björg eru ásamt Látrabjargi stærstu fuglabjörg á Íslandi. Milli Hælavikurbjargs og Rekavíkur er Hvannadalur og Rekavíkurfjall. Upp af Rekavík er Atlaskarð en um það liggur gönguleið yfir í Hælavík og Hlöðuvík. Milli Rekavíkur og Hafnar er fjallið Darri með Einbúa. Út í Rekavík gengur Tröllkambur.
Í sunnaverðri víkinni eru Hafnarskarð, en þar liggur gönguleið í Veiðileysufjörð, Tindaskörð, Ranglaskarð, um það er farið í Lónafjörð, og Breiðaskarð við Snók. Að austanverðu eru Kýrskarð, um það er farið í Látravík, Hestskarð og Almenningaskarð, en þar einnig gönguleið í Látravík.
Norður af Almenningaskarði Innstidalur og upp af honum eru Harviðrisgjá, Eilífstindur og Kálfatindur. Vestan við Kálfatinda er Miðdalur og upp frá honum eru Jörundur, Svaðaskarð og Miðfell. Vestan við Miðfell er Ystidalur og frá honum gengur Horn.
Í víkina falla margar ár og lækir en þessar eru helstar talið frá Höfn: Víðirsá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. Árnar sameinast í eitt vatnsfall á láglendinu og heitir það Hafnarós.
Við Höfn í Hornvík er nú þjónustuhús landvarðar á Hornströndum.
Velkomin til Hornvíkur
Sigling frá Hornvík til Bolungarvíkur tekur u.þ.b. 2,3 klukkutíma frá Hornvík, lengd siglingar eru 35NM eða 65 km. Siglt er um Ísafjarðardjúp þar sem oft sjést til hvala af ýmsum tegundum þó hnúfubakur sjáist þar líklega oftast. Siglt er fyrir Rit, framhjá Aðalvík, Straumnesi, Rekavík bak Látur, Fljótavík, Kögur, Hlöðuvík, Hælavíkurbjargi og inn Hornvíkina.
Í Hornvík eru legufæri sem legið er við og farþegar og farangur fluttur í land með léttabát. Áður er farið er frá borði er rétt að óska eftir björgunarvesti, það er þó valkvæmt. Auðvelt er að komast í léttabátinn en í skut farþegabátsins er hlið og pallur sem gengið er um á leið yfir á léttabátinn. Mikilvægt er að halda í hönd áhafnarmeðlims sem stendur á palli farþegabásins þegar gengið er um borð í léttabátinn. Það er í lagi að stíga á belgi bátsins nema einhversskonar broddar séu undir sólum. Um leið og komið er um borð í léttabátinn skal setjast strax niður á belgina og halda sér í öryggislínur sem liggja eftir belgjunum. Halda skal kyrru fyrir þar til áhafnarmeðlimur biður einn og einn í einu að standa upp og fara frá borði þegar komið er í fjöruna
Mikilvægt er að aðeins einn standi upp í einu, standi fleiri en einn gæti báturinn skautað til hliðar og farþegi fallið fyrir borð. Þegar farangur er settur í fjöruna hjálpast allir við að bera farangurinn hver sem á hann. Farangurinn er svo sorteraður þegar í land er komið og hver tekur sinn búnað.
Velkomin í Hornvík
Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Hornvík til Bolungarvík
Hlý viðeigandi föt og búnað í samræmi við veðurspá
2,3 Klst
We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.