• Tímalengd: 1 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 204037

Lýsing

Hesteyri er einn af þeim stöðum sem allir verða að heimsækja. Á Hesteyri er eins og tíminn hafi staðið í stað sl. 65 ár, en þaðan fluttu síðustu íbúarnir árið 1952 en þeir voru um 80 þegar best lét. Húsin á Hesteyri voru flest byggð í kringum 1900 en mörg húsanna standa þar enn í sinni upprunalegu mynd enda er þeim haldið við í dag sem sumarhúsum. Eitt þeirra, Læknishúsið er í dag rekið sem kaffihús með heimsins bestu nýbökuðum pönnukökum eins og margir segja, auk þess sem boðið er uppá gistingu fyrir gesti og gangandi. Oftar en ekki er boðið uppá heimsklassa tónlist í læknishúsinu en vert hússins, Hrólfur Vagnsson hefur um árabil verið talinn lang besti harmonikkuleikari landsins, en hann ásamt frúnni í Hamborg, Iris Kramer konu Hrólfs leika oft saman af þvílíkri snilld en hún er einn af betri jazz trompetleikurum heims.

Frá Hesteyri er aðeins um 30-45 mínútna gangur að Hvalstöðinni Stekkeyri sem Norðmenn byggðu 1894, en skorsteinninn stendur þar enn ásamt hluta bygginganna. Á Stekkeyri er margt að skoða, þar má líka oft sjá tófu enda er vitað um greni í gömlu þrónum. Tófan lætur líka oft sjá sig við Læknishúsið þar sem hún kemur oft á tíðum í kvöldmat.

Nálægt skólanum á Hesteyri er kirkjugarðurinn en þar er að finna minnisvarða um kirkjuna sem stolið var frá Hesteyringum í boði þáverandi biskups Íslands,
Sigurbjörns Einarsson. Ofan við Hesteyri er á vorin og frameftir sumri hægt að skoða gríðarlega fallegan íshelli sem myndast ár hvert en þangað er ca 15-30 mínútna gangur frá Hesteyri. Hesteyri er annars viðkomustaður flestra sem ganga um Hornstrandir, annaðhvort er byrjað þar, eða endað, nema hvort tveggja sé. Vinsælast er að ganga milli Hesteyrar og Aðalvíkur en auk þess er hægt að ganga yfir á Sléttu eða Hlöðuvík þar sem farið er um hið fagra Kjaransvíkurskarð.

Ferðaáætlun

Sigling til Hesteyrar

Sigling til Hesteyrar tekur á bilinu 50-60 mínútur frá Bolungarvík, lengd siglingar eru 14NM eða 25,9 km. Siglt er um Ísafjarðardjúp þar sem oft sjést til hvala af ýmsum tegundum þó hnúfubakur sjáist þar líklega oftast. Siglt er inn Jökulfirði þar sem sést bæði til Sléttu og Grunnavíkur. Siglt er fyrir Eyrarnar á Hesteyri sem ná ansi langt út frammá fjörðinn og því er siglt nokkuð fjarri lagi inn á Hesteyrarfjörðinn. 

Á Hesteyri er lítil flotbryggja sem hægt er að leggjast að nema á lágflæði. Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að sitja kyrrir í sætum sínum meðan lagt er að bryggju til að trufla ekki áhöfn farþegabátsins, sér í lagi þegar lágsjávað er. Ef ekki er hægt að leggjast að bryggju er legið við legufæri og farþegar og farangur fluttur í land með léttabát. Áður er farið er frá borði er rétt að óska eftir björgunarvesti, það er þó valkvæmt. Auðvelt er að koma í léttabátinn en í skut farþegabátsins er hlið og pallur sem gengið er um á leið yfir á léttabátinn. Mikilvægt er að halda í hönd áhafnarmeðlims sem stendur á palli farþegabásins þegar gengið er um borð í léttabátinn. Það er í lagi að stíga á belgi bátsins nema einhversskonar brottar séu undir sólum. Um leið og komið er um borð í léttabátinn skal setjast strax niður á belgina og halda sér í öryggislínur sem
liggja eftir belgjunum. Halda skal kyrru fyrir þar til áhafnarmeðlimur biður einn og einn í einu að standa upp og fara frá borði uppá flotbryggjuna.
Mikilvægt er að aðeins einn standi upp í einu, standi fleiri en einn gæti báturinn skautað til hliðar og farþegi fallið fyrir borð. Þegar farangur er settur uppá flotbryggjuna hjálpast allir við að bera farangurinn hver sem á hann. Farangurinn er svo sorteraður þegar í land er komið og hver tekur sinn búnað.
 

Velkomin á Hesteyri  

Hvað er innifalið

Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Hesteyri til Bolungarvíkur

Hvað er ekki innifalið

Veitingar í Læknishúsinu eru ekki innifaldar í verði

Hvað þarf að taka með

Hlý og viðeigandi föt í samræmi við veður

Mikilvægar upplýsingar

 • Lágmarksfjöldi í þessa ferð: 4 farþegar 

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
Verð frá 9900

1 Klst

Bókaðu beint hjá
Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini