• Tímalengd: 40Mínútur
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 258326

Lýsing

Grunnavík er lítil vík í utanverðu fjarðarmynni Jökulfjarða. Þar er sumarábúð og rekin ferðaþjónusta að Sútarabúðum yfir sumarið. Þéttbýlt var áður í Grunnavík en síðustu ábúendur fóru þaðan árið 1962 en við það lagðist endanlega byggð af á Jökulfjörðum. Maríuhorn, sem er 350 metrar að hæð, setur sterkan svip á Grunnavík. Kirkja er á Stað í Grunnavík. Auk þess eru þar bæirnir Naust, Nes, Oddsflöt og svo Faxastaðir fram í dalnum, sem allir eru í eyði.

Á Stað var prestur á 19. öld, Hannes Arnórsson, sem segir frá í bók Friðriks Eggerz Úr fylgsnum fyrri aldar.

Í botni Grunnavíkur er Staðardalur, grösugur og stuttur dalur sem liggur milli tveggja fjalla, Geirsfjalls og Seljafjalls. Dalurinn er umkringdur 700 metra háum hamraveggjum á báða bóga. Í Staðardalsdrögum er Grænavatn.

Velkomin til Grunnavíkur

Ferðaáætlun

Grunnavíkur til Bolungarvíkur

Sigling frá Grunnavíkur til Bolungarvíkur tekur um 40-45 mínútur, lengd siglingar er um 10,2 NM eða 18,9 km. Siglt er um Ísafjarðardjúp þar sem oft sjést til hvala af ýmsum tegundum þó hnúfubakur sjáist þar líklega oftast. Siglt er fram hjá Bjarnarnúpi,og yfir Ísafjarðardjúp. 

Í Grunnavík er engin bryggja og því er notast við léttabát til að fara í land. Áður er farið er frá borði er rétt að óska eftir björgunarvesti, það er þó valkvæmt. Auðvelt er að komast í léttabátinn en í skut farþegabátsins er hlið og pallur sem gengið er um á leið yfir á léttabátinn. Mikilvægt er að halda í hönd áhafnarmeðlims sem stendur á palli farþegabásins þegar gengið er um borð í léttabátinn. Það er í lagi að stíga á belgi bátsins nema einhversskonar brottar séu undir sólum. Um leið og komið er um borð í léttabátinn skal setjast strax niður á belgina og halda sér í öryggislínur sem liggja eftir belgjunum. Halda skal kyrru fyrir þar til áhafnarmeðlimur biður einn og einn í einu að standa upp og fara frá borði.
Mikilvægt er að aðeins einn standi upp í einu, standi fleiri en einn gæti báturinn skautað til hliðar og farþegi fallið fyrir borð. Þegar farangur er settur í fjöruna hjálpast allir við að bera farangurinn hver sem á hann. Farangurinn er svo sorteraður þegar í land er komið og hver tekur sinn búnað. 

Velkomin til Grunnavíkur

Hvað er innifalið

Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Grunnavík til Bolungarvíkur

Hvað þarf að taka með

Hlý og viðeigandi föt í samræmi við veður 

Mikilvægar upplýsingar

 • Lágmarksfjöldi í þessa ferð: 4 farþegar 

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
Verð frá 9900

40Mínútur

Bókaðu beint hjá
Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini