• Tímalengd: 1,3 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 256114

Lýsing

Flæðareyri liggur rétt utan Leirufjarðar innst í Jökulfjörðum, innan við Höfðaströnd. Þaðan er tiltölulega þægileg gönguleið t.d. yfir á Höfðaströnd og til Grunnavíkur.

Í Flæðareyri stendur samkomuhús ungmennafélagsins  sem var í Grunnavíkurhreppi, byggt á fjórða áratug síðustu aldar. Halldór B. Halldórsson á Ísafirði gaf Ungmennafélaginu Glað í Grunnavíkurhreppi lóð undir húsið með gjafabréfi dagsettu á Ísafirði 14. ágúst 1933,en hann var eigandi jarðarinnar Höfða. Segir hann í bréfinu að lóðin sé 2500 fermetrar á svo nefndri Flæðareyri, og að þess utan hafi félagið frían fimm metra breiðan veg til sjávar frá lóðinni. Segir og að félagið beri „ábyrgð á spjöllum ef verða kunni utan lóðatakmarkanna gagnvart ábúendum jarðarinnar af félagsins völdum“. Að sögn gaf Halldór að auki tuttugu poka af sementi til byggingar samkomuhússins og hver bóndi í hreppnum gaf lamb til þess að standa undir efniskostnaði en sameiginlega unnu hreppsbúar að því að reisa húsið. 

Flæðareyrarhátið er haldin fjórða hvert ár, næst verður hún haldin fyrstu helgi júli mánaðar árið 2021. Þangað koma afkomendur svæðisins og vinir gjarnan, hittast og skemmta sér, syngja og dansa við lifandi tónlist í félagsheimilinu.

Velkomin á Flæðareyri 

Ferðaáætlun

Sigling frá Flæðareyri til Bolungarvíkur

Sigling frá Flæðareyri til Bolungarvíkur tekur um 70-75 mínútur, lengd siglingar er um 17,5 NM eða 32,5 km. Siglt er framhjá Höfðaströnd, út Jökulfirð fram hjá Grunnavík og Bjarnarnúp og yfir Ísafjarðardjúp þar sem oft sjést til hvala af ýmsum tegundum þó hnúfubakur sjáist þar líklega oftast.

Á Flæðareyri er engin bryggja og því er notast við léttabát til að fara um borð. Áður er farið er af stað er rétt að óska eftir björgunarvesti, það er þó valkvæmt. Þegar farangur er settur um borð hjálpast allir við að bera farangurinn hver sem á hann. Það er í lagi að stíga á belgi léttabátsins þegar stigið er um borð nema einhversskonar brottar séu undir sólum. Um leið og komið er um borð í léttabátinn skal setjast strax niður á belgina og halda sér í öryggislínur sem liggja eftir belgjunum. Þegar komið er að farþegabátnum og búið að binda léttabátinn er mikilvægt að aðeins einn standi upp í einu, standi fleiri en einn gæti báturinn skautað til hliðar og farþegi fallið fyrir borð. Halda skal kyrru fyrir þar til áhafnarmeðlimur biður einn og einn í einu að standa upp og fara frá borði. Auðvelt er að komast úr léttabátnum yfir í Hesteyri ÍS en í skut farþegabátsins er hlið og pallur sem gengið er um. Mikilvægt er að halda í hönd áhafnarmeðlims sem stendur á palli farþegabásins þegar gengið er um borð.

Hvað er innifalið

Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Flæðareyri til Bolungarvíkur

Hvað þarf að taka með

Hlý og viðeigandi föt í samræmi við veður 

Mikilvægar upplýsingar

 • Lágmarksfjöldi í þessa ferð: 4 farþegar

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
Verð frá 11900

1,3 Klst

Bókaðu beint hjá
Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini