• Tímalengd: 1,1 Klst
 • Auðvelt
 • Rafrænn miði

 • Hittumst á brottfararstað
 • Bókar beint frá birgja
 • Vingjarnlegar afbókunarreglur
 • Engin söluþóknun
 • Bestu mögulegu verð
Bæta við í   • Vörunúmer 256910

Lýsing

Aðalvík er á Hornströndum, næst norðan við Ísafjarðardjúp, milli Rits og Straumness. Hún er 6-7 km breið en lítið eitt lengri. Fjöllin á báða bóga eru sæbrött en nokkurt undirlendi er fyrir botni víkurinnar með sendinni strönd. Það er klofið af fjallarönum, sem skipta því í þrennt og er torvelt að fara þar á milli á landi. Yzt að sunnan er lítill dalur, Skáladalur. Þar var fyrrum útræði og verstöð. Upp af Aðalvík ganga fjórir dalir, Syðstur er Staðardalur. Fyrir neðan hann er Sæból. Þar var vísir til þorps með um 70 íbúum, þegar flest var. Inni í dalnum var prestssetrið Staður.

Þá er Þverdalur og var samnefndur bær út af honum Síðan er Miðvík. Þar voru tveir bæir og nyrzt er Stakkadalur, áður með nokkrum bæjum. Sandur mikill er með sjónum, sem nú er mjög tekinn að gróa. Sunnan að dalnum heitir Kleifarháls. Undir honum heita Teigar. þar er sandorpið sísnævi við sjóinn og tóku skip þar fyrrum ís til að kæla með fisk.

Nyrst við víkurbotninn eru Látrar. þar reis upp þorp í byrjun aldarinnar og voru íbúar þar 80-100, þegar flest var. Þar er skipbrotsmannaskýli. Stutt er og greiðfært þaðan yfir í Rekavík. Sæból var byggð við vestanverða víkina, þar sem bjuggu allt að 80 manns. Enn þá standa allmörg hús í þessum yfirgefnu byggðum, sem afkomendur íbúanna halda við og nota á sumrin. Lendingar geta verið erfiðar í Aðalvík, enda fyrir opnu hafi en skammt var til fiskimiða. Víða er þar grösugt og góðar engjar en mjög hefur öllum gróðri farið þar fram síðan byggðin eyddist. Aðalvík er nú öll í eyði og hefur svo verið síðan 1952. 

Velkomin til Aðalvíkur

Ferðaáætlun

Sigling til Aðalvíkur

Sigling til Aðalvíkur tekur um 60-70 mínútur frá Bolungarvík, lengd siglingar er um 15 NM að Sæbóli (27,8km) en 16,3 NM að Látrum (30,2km). Siglt er um Ísafjarðardjúp þar sem oft sjést til hvala af ýmsum tegundum þó hnúfubakur sjáist þar líklega oftast. Siglt er fram hjá Grænuhlíð og Ritnum og inn á Aðalvíkina. 

Á Sæbóli er engin bryggja og því er notast við léttabát til að fara í land en bryggjustúfur er að Látrum aðeins fyrir landtöku léttabáta. Áður er farið er frá borði er rétt að óska eftir björgunarvesti, það er þó valkvæmt. Auðvelt er að komast í léttabátinn en í skut farþegabátsins er hlið og pallur sem gengið er um á leið yfir á léttabátinn. Mikilvægt er að halda í hönd áhafnarmeðlims sem stendur á palli farþegabásins þegar gengið er um borð í léttabátinn. Það er í lagi að stíga á belgi bátsins nema einhversskonar brottar séu undir sólum. Um leið og komið er um borð í léttabátinn skal setjast strax niður á belgina og halda sér í öryggislínur sem liggja eftir belgjunum. Halda skal kyrru fyrir þar til áhafnarmeðlimur biður einn og einn í einu að standa upp og fara frá borði.
Mikilvægt er að aðeins einn standi upp í einu, standi fleiri en einn gæti báturinn skautað til hliðar og farþegi fallið fyrir borð. Þegar farangur er settur í fjöruna hjálpast allir við að bera farangurinn hver sem á hann. Farangurinn er svo sorteraður þegar í land er komið og hver tekur sinn búnað. 

Velkomin til Aðalvíkur

Hvað er innifalið

Sigling með farþegabátnum Hesteyri ÍS 95, frá Bolungarvík til Aðalvíkur

Hvað þarf að taka með

Hlý og viðeigandi föt í samræmi við veður 

Mikilvægar upplýsingar

 • Lágmarksfjöldi í þessa ferð: 4 farþegar 

Flokkar

 • SAILING OR BOAT TOUR
Verð frá 10900

1,1 Klst

Bókaðu beint hjá
Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar

We will send you an offer for this tour in the period you prefer, please provide your personal details and information about your group.

Please tell us a bit more about your adventure and preferred travel style

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

 

Afhverju bóka hér

 • Bókar beint hjá þeim sem starfrækir ferðina
 • Rafræn og örugg bókun
 • Besta mögulega verðið
 • Enginn kostnaður eða þóknun tekin

Öryggi tryggt með SSL skírteini