Gistiheimilið Brunnhóll er staðsett í sveitinni, milli Jökulsárlóns og Hafnar aðeins 7 km frá jaðri Vatn jökuls. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar, merktar gönguleiðir, vegslóðar til fjalla og fjöru. Vatnajökull og nágrenni hans er verndaður sem þjóðgarður og skráður á heimsminjaskrá, UNESCO.
Brunnhóll sem hefur starfað frá árinu 1986 er fjölskyldurekið gistiheimili sem leggur metnað sinn í persónulega þjónustu og ábyrgð fyrir umhverfinu. Herbergin eru mismunandi að stærð þ.m.t. fjölskyduherbergi sem eru ýmist með útsýni til Vatnajökuls eða yfir mýrlendið í kring.
Í boði eru upp á heimilislegar veitingar að ógleymdum Jöklaís sem framleiddur er á býlinu.
Við bjóðum fjölskyldur sérstaklega velkomnar og erum með góð tilboð fyrir sumarið 2020.
ÁBYRGÐ – HLÝJA – ORÐSPOR
33 herbergi, öll með sér baði – með eða án morgunverðar
Veitingastaður
Möguleiki á glutenlausum mat og vegan máltíðum
Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Útileiksvæði fyrir börn
Sjónvarp á öllum herbergjum
Þráðlaust net
Rafhleðslustöð
Við erum staðsett á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum.
Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.
+354 478 1029
+354 867 8036
brunnholl@brunnholl.is