Bjórböðin

Vinningur: Bjórböðin gefur gjafabréf fyrir tvo. Innifalið bjórbað, slökun, útipottar, gufa, sloppar og handklæði.

Það er mögnuð upplifun að heimsækja Bjórböðin sem eru við Bruggverksmiðju Kalda á Árskógssandi við minni Eyjafjarðar.

Hefðbundin heimsókn í Bjórböðin hefst með slökun í útipottunum þar sem við blasir stórbrotið útsýni inn og út eftir Eyjafjörð.

Því næst er farið inn í skála og lagst í bjórkar sem inniheldur ungan og ferskan bjór, 37-39° heitan. Bjórgerið og humlarnir er eintaklega nærandi fyrir húð og hár. Ríkt af B-vítamínum, andoxunarefnum, próteini, sinki, járni og magnesíum.

Á meðan húð á hár nærast er gott að teygja sig í dæluna við hliðina á karinu og skenkja sér ísköldu öli. Eftir bjórbaðinu líkur er þér fylgt í sérstakt slökunnarherbergi þar sem gott er taka hvílu í 20-25 mínútur.

Nánari upplýsingar og tímabókanir má nálgast hér https://www.bjorbodin.is/